Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 32
78 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN III. I blaðaviðtölum hefur Árni Friðriksson magister haldið mjög á loft þeirri staðhæfingu, að norðurlandssíldin tilheyrði norska hrygningar- stofninum, og að áður fyrr hefði verið um árlegar og reglulegar göng- ur milli Islands og Noregs að ræða. Árangur síldarmerkinganna, sem síðar verða gerðar að umtalsefni, hefur síðar verið túlkaður á þann hátt, að þessi skoðun væri nú sönnuð. Því miður var aldrei tekið til- lit til hinna fiskifræðilegu staðreynda, sem ég hef stuttlega minnzt á. Ekki hafa verið skiptar skoðanir um það, að síðustu árin, sem öll hafa verið sildarleysisár, var mikið af norðurlandssíldinni mjög gömul síld og bendir aldurssamsetning til þess, að upprunalega sé hún af norskum stofni að verulegu leyti. En þessi síld hefur þó ávallt verið æði ólík hinum eiginlega norska hrygningarstofni. Einstaka sinnum hefur á austursvæðinu orðið vart við síldartorfur, sem ætla má að hafi tilheyrt hinum eiginlega norska stofni, og er það helzta einkenni þeirra, að aldurssamsetningin er næstum sú sama og í norska stofninum á undanfarandi vetrarvertið (norski síldarfræð- ingurinn Th. Rasmussen gat þessa fyrirbæris í fyrsta skipti í grein í Náttúrufr. 4. hefti 1948. Þar gerir hann samanburð á norskri síld og síld er veiddist á Digranesbanka 28. júlí 1947 (3. mynd, bls. 153). Það er vel kunnugt úr sögu síldveiðanna, að austansíldin var ávallt ólík hinni eiginlegu norðurlandssíld, og má ætla að orsakir þess séu tvennar: 1) Síld af hinum eiginlega norska stofni var minni og magr- ari en norðurlandssíldin. 2) Á austursvæðið safnaðist stundum ís- lenzk sumargotssíld, sem einnig var minni og magrari en norðurlands- síldin. (Sem dæmi um þetta má nefna síldina, sem veiddist við Langa- nes sumarið 1939). Menn hafa árum saman vænzt þess, að úr síldarleysinu rættist við komu norsku sildarinnar til norðurlandsmiðanna vegna þess að sá stofn virðist griðarlega stór, ef dæma má eftir aflahrögðum við Noreg hin síðari ár. Það sem skiptir því mestu máli er spurn- ingin: Var norðurlandsstofninn á sildarárunum af norskum uppruna? Eins og kunnugt er komst Árni Friðriksson að þeirri niðurstöðu, að 98.5% hans tilheyrðu norska stofninum, og gerði hann ráð fyrir reglulegum göngum milli landanna (1). Ég mun á fræðilegum vett- vangi ítreka og bæta við rök mín fyrir því, að þessi ályktun sé ekki rétt, heldur muni norðurlandssíldin hafa verið blanda af íslenzkri vorgotssíld, íslenzkri sumargotssild og norskri síld, og íslenzki þátt- urinn sennilega yfirgnæfandi flest árin. Þó vil ég ekki halda því fram,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.