Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 27
UPPRUNI OG DREIFING ISL. FISKISTOFNA 73 unum fyrir sunnan og vestan land. Af því má draga þá ályktun, að það er á svifskeiði þorsksins, þegar hann megnar ekki að hamla á móti straumnum, að hann flyzt þessa óravegu frá hrygningar- stöðvunum. Reynt var að fylgja þessum flutningi seiðanna með straumnum, og það tókst að rekja feril þeirra langt út í Grænlands- haf, en ekki var til fullnustu hægt að ganga úr skugga um, á hvaða þroskastigi þau náðu vesturströnd Grænlands. 9. mynd. Svifdýr, sem klekjast við suðurströnd Islands, berast með liafstraumum langt út í Grœnlandshaf. Myndir sýnir rekbrautir náttlampans, sem er ein algeng- asta ljósátutegund við lsland. Gotstöðvar eru sýndar með breiðum svörtum línum. (Or (8)). ÞaS er auSsœtt, aS ef hér hefSi veriS um aflminni tegund. aS ræSa, eSa tegund, sem blandazt hefSi sérstökum grænlenzkum stofni og því ekki leitaS aftur til Islands til hrygningar, hefSi íslenzka haf- svæSiS orSiS fyrir gífurlegu tjóni. Þessa tjóns hefSi þá mjög gœtt í aflabrögSum hér viS land á áirunum eftir 1930, þegar þorskur, er hafSi alizt upp viS Grœnland, var ekki óverulegur hluti íslenzka hrygningarstofnsins. Ég vil leggja áherzlu á það, að hér er ekki um neitt einstakt fyrir- brigði að ræða. Síðar hefur bæði dr. Poul Jespersen (15) og höfundur þessarar greinar (8) sýnt fram á það, að þessi brottflutningur tekur til margra svifdýra, sem rekja uppruna sinn til íslenzka grunnsævis- ins. Út í miðju Grænlandshafi fann ég talsvert magn af náttlampa,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.