Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 18
64 NÁTTÚTiUFRÆÐINGURINN 2. mynd. Gotstöðvar íslenzkra nytjafiska liggja flestar á grunnsævi. Myndin sýnir þá iiluta landgrunnsins islenzka, þar sem botndýpi er 50—100 metrar (svartir fletir). Æxlunartími fiskanna er aSallega seinni hluta vetrar og á vorin. Náttúran hefur hagað því svo til, að seiðin klekjast í þann mund, er smádýralífið er að lifna við eftir vetrardoðann. Að vetri blandast sjávarlögin frá botni til yfirborðs vegna kólnunar yfirborðs- laganna. Þá dreifast næringarefni botnsjávarins til uppsjávarins, og með vaxandi birtu og yl byrjar þörungagróðurinn að notfæra sér hin bættu gróskuskilyrði. Plöntufrumurnar skipta sér í sífellu, og sjór- inn verður ógagnsær og brúnleitur eða grænleitur að lit vegna ótölu- legs grúa plantnanna. Þetta skeður í maí og júní. En svo kemur að því, að viss efni, sem við köllum lágmarksefni, fer að vanta. Þessi efni eru plöntunum lífsnauðsynleg; án þeirra geta þær ekki vaxið og æxlazt. Það vantar með öðrum orðum áburð, og það sams konar áburð og plöntumar á landi verða að eiga aðgang að, nefnilega nítröt og fosföt og ef til vill fleiri vaxtarefni. Þessi stöðnun i vext- inum stendur aðeins skamma hríð, því að einhvern veginn fara nær- ingarefnin að blandast yfirborðslögunum á ný, og að hausti verður vart við nýtt hámark í plöntugróðrinum, sem fer svo aftur dvínandi með minnkandi birtu og yl.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.