Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 25

Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 25
UPPRUNI OG DREIFING ISL. FISKISTOFNA 71 7. mynd. Hafstraumar við Island. Hlýsær (golfstraumur) er sýndur með óbrotnum örvum. Pólsær (Austur-Grænlandsstraumur) með breiðum brotnum örvum. Sval- sær, sem er blanda af pólsæ og hlýsæ, er sýndur með mjóum örvum. landshafi, en hinn hlutinn streymir áfram suður fyrir Grænland og alla leið til Vestur-Grænlands. Reköld, sem lenda i hringrásar- greininni, komast aftur til íslandsmiða, og sýna rannsóknir, að hringrásarumferðin tekur um 225 daga. Hin greinin er frárennsli frá íslenzka hafsvæðinu, og reköld, sem í honum lenda, eru íslenzka hafsvæðinu glötuð. Nýlega hefur Unnsteinn Stefánsson komizt að þeirri niðurstöðu, að í hafinu milli Jan Mayen og Islands sé einnig hringrásarkerfi, líkt því, sem sýnt er á kortinu, en rannsókn á þvi er ekki að fullu lokið. Þetta hringrásarkerfi er jafnvel ennþá opnara en hið fyrr- nefnda. Frá því liggur Austur-Islandsstraumurinn suður og austur á bóginn, og mun ég víkja nánar að þessu kerfi síðar í þessari grein. Hermann og Thomsen gera einnig ráð fyrir hringrásarkerfi suð- austur af íslandi, en um það höfum við, enn sem komið er, ófull-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.