Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 63

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 63
STÍFLA 1 FLJÓTUM 105 hækkun, eða nærri því upp undir hlað á lægst settu hýlunum, það er þvi ofmælt, að hinni fögru byggð hafi verið drekkt. Að stíflan, sem byggð var þarna, er 30 m há, kemur málinu ekki við í þessu sambandi. Hæð hennar stafar af því, að stíflan var flutt neðar í ána, þótt hún yrði við það kostnaðarsamari. Var hún sett þar sem gljúfrin voru þrengst og búast mátti við sterkustu bergi, enda gætti skriðunnar þar minna á austurbakkanum en ofar. Hefur stífl- an þrátt fyrir hæð sína reynzt hið bezta þama og sýnir rétt staðar- val á stíflustæðinu. En fyrsta stíflustæðið, sem um var hugsað, ofan við gljúfrin, þar sem stíflan hefði orðið miklum mun lægri og ódýr- ari, var talið hæpnara vegna skriðunnar við austurbakkann. Við þá hækkun, sem gerð var á efra vatnsborði um 12,5 m frá sumarvatnshæð, kom fram aukinn leki, sem vænta mátti, en hann var þó skaðlitill og um hripleka var ekki að ræða. Hefur verið þétt- að þama nokkuð með tiltölulega litlum tilkostnaði, og er líklegt, að lekinn muni fara smáminnkandi. f þessu sambandi langar mig einnig til að vikja að orðalaginu: „hinni fögra byggð inni í dalnum, stíflunni, drekkt“. Það mun hafa verið Ámi Óla, ritstjóri, sem í annars ágætri grein um Stífluna og Fljótin í Lesbók Morgunblaðsins fyrir nokkrum áram harmaði þau fegurðarspjöll, sem virkjunin hafði valdið og virðist svo sem greinar- höfundur hafi með orðalagi sínu sama sjónarmið í huga. Víst er um það, að þeir menn, er áður ólust upp þarna og m. a. heyjuðu í dalnum á víðáttumiklum engjum, eiga þaðan margar bjart- ar endurminningar, og þeim er ef til vill ekki sársaukalaust að líta yfir stöðuvatnið, sem komið er í stað engjanna. En öðrum mönnum, sem koma þama að eða búa þarna eftirleiðis og ekki þekkja annað en Stífluvatnið, vorkenni ég ekki. Eða hvort myndi verða talið, að Skorradalur í Borgarfirði þætti fegurri, ef Skorradalsvatn væri ræst fram og í þess stað kæmu grösugar engjar. móar og mýrar, líkt og í Lundarreykj adal, Flókadal og Reykholtsdal? Era þetta allt hinir feg- ustu staðir, hver með sínum hætti. Með vatnsuppistöðunni i Stíflu í Fljótum er svæðið, sem áður voru engjar, mýrar og smávötn, hagnýtt til miklu verðmætari notkunar fyrir miklu fleiri menn, en áður var hægt með grasnytjunum. Við þessar aðgerðir hefur ekkert býli þurft að leggjast niður og fullar bætur, samkvæmt mati bændanna sjálfra, hafa komið fyrir engja- spjöllin. Og nú er Stiflan með vatnsuppistöðunni orðið nær sannnefni en áður var.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.