Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 63

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 63
STÍFLA 1 FLJÓTUM 105 hækkun, eða nærri því upp undir hlað á lægst settu hýlunum, það er þvi ofmælt, að hinni fögru byggð hafi verið drekkt. Að stíflan, sem byggð var þarna, er 30 m há, kemur málinu ekki við í þessu sambandi. Hæð hennar stafar af því, að stíflan var flutt neðar í ána, þótt hún yrði við það kostnaðarsamari. Var hún sett þar sem gljúfrin voru þrengst og búast mátti við sterkustu bergi, enda gætti skriðunnar þar minna á austurbakkanum en ofar. Hefur stífl- an þrátt fyrir hæð sína reynzt hið bezta þama og sýnir rétt staðar- val á stíflustæðinu. En fyrsta stíflustæðið, sem um var hugsað, ofan við gljúfrin, þar sem stíflan hefði orðið miklum mun lægri og ódýr- ari, var talið hæpnara vegna skriðunnar við austurbakkann. Við þá hækkun, sem gerð var á efra vatnsborði um 12,5 m frá sumarvatnshæð, kom fram aukinn leki, sem vænta mátti, en hann var þó skaðlitill og um hripleka var ekki að ræða. Hefur verið þétt- að þama nokkuð með tiltölulega litlum tilkostnaði, og er líklegt, að lekinn muni fara smáminnkandi. f þessu sambandi langar mig einnig til að vikja að orðalaginu: „hinni fögra byggð inni í dalnum, stíflunni, drekkt“. Það mun hafa verið Ámi Óla, ritstjóri, sem í annars ágætri grein um Stífluna og Fljótin í Lesbók Morgunblaðsins fyrir nokkrum áram harmaði þau fegurðarspjöll, sem virkjunin hafði valdið og virðist svo sem greinar- höfundur hafi með orðalagi sínu sama sjónarmið í huga. Víst er um það, að þeir menn, er áður ólust upp þarna og m. a. heyjuðu í dalnum á víðáttumiklum engjum, eiga þaðan margar bjart- ar endurminningar, og þeim er ef til vill ekki sársaukalaust að líta yfir stöðuvatnið, sem komið er í stað engjanna. En öðrum mönnum, sem koma þama að eða búa þarna eftirleiðis og ekki þekkja annað en Stífluvatnið, vorkenni ég ekki. Eða hvort myndi verða talið, að Skorradalur í Borgarfirði þætti fegurri, ef Skorradalsvatn væri ræst fram og í þess stað kæmu grösugar engjar. móar og mýrar, líkt og í Lundarreykj adal, Flókadal og Reykholtsdal? Era þetta allt hinir feg- ustu staðir, hver með sínum hætti. Með vatnsuppistöðunni i Stíflu í Fljótum er svæðið, sem áður voru engjar, mýrar og smávötn, hagnýtt til miklu verðmætari notkunar fyrir miklu fleiri menn, en áður var hægt með grasnytjunum. Við þessar aðgerðir hefur ekkert býli þurft að leggjast niður og fullar bætur, samkvæmt mati bændanna sjálfra, hafa komið fyrir engja- spjöllin. Og nú er Stiflan með vatnsuppistöðunni orðið nær sannnefni en áður var.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.