Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 43
UPPRUNl OG DREIFING ISL. FISKISTOFNA
89
Hinir tveir fyrrnefndu í febrúar og marz 1951 og hinn síðastnefndi
í janúar 1952. Hins vegar er ekki kunnugt um, að merktur þorskur
hafi gengið á islenzk mið frá Noregi.
V.
Tilgangurinn með grein þessari er fyrst og fremst sá, að skoða
uppruna og örlög íslenzkra fiskistofna i stærra samhengi en áður
hefur verið gert. Ég vildi benda á stóru drættina, ef unnt væri, og
er því lauslega drepið á mörg þýðingarmikil atriði, sem ástæða hefði
verið til að ræða miklu ýtarlegar. Meginatriðin hef ég reynt að setja
fram á skýringarmynd, sem fylgir þessu máli.
13. mynd. Meginniðurstaða greinarinnar er fólgin í því, að hringrásarkerfin við
Island hafi geysimikla liffræðilega þýðingu fyrir viðhald fiskistofnanna, en að frá
þessum hringrásum liggi tapstraumur, sem geti leitt fiskistofna, á svifskeiði eða sið-
ar á lífsleiðinni, langt út fyrir íslenzka hafsvæðið. Þessi skematíska yfirlitsmynd
á að skýra þessar niðurstöður greinarinnar. Á henni sést: hlýsævaraðstreymið úr
suðri, lirygningarstöðvar við suðurströnd Islands (punktar), hringráskerfi i höfunum
kringum landið og helztu tapstraumar, er frá þeim liggja.