Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 16
62
NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN
1. mynd. Mynd þessi sýnir líkan af sjávarbotni kringum Island. Líkanið gerði Páll
Ragnarsson sjómælingamaður.
í Suður-Ishaf. Að vísu eru nokkur skörð í þennan hrygg, þar sem
djúpsjórinn frá sinn hvorum dal getur blandazt, en samt liggja við
hann þýðingarmikil sjávarskil, einkum í hafinu fyrir sunnan Island.
Meginflaumur golfstraumsins streymir austur yfir hrygginn milli
40° og 50° norðlægrar breiddar, en í öllu norðanverðu Atlantshafi
liggur hann eftir eystri djúpsjávardalnum. Við skulum nú fylgja
þessum dal til norðurs, og sjáum við þá, að hann endar við snar-
brattan landgrunnshaliann undan suðurströnd Islands. Þar eru tvær
meginhvilftir, önnur rétt austur af Vestmannaeyjum, en hin undan
Suðausturlandi, og liggur sú síðari inn í hrygginn milli Islands
og Færeyja. Þegar djúpsjórinn lendir á landgrunninu, leitar hann
upp á við og ber með sér nýjan forða næringarefna, fosföt og nítröt,
sem eru skilyrði þess, að plöntumar geti myndað ný lífræn efna-
sambönd. Þetta er mesta auSsuppspretta Islands. Þarna er a'Ö leita
frumorsakanna til þeirrar fiskimergSar, sem íslenzki sjórinn fram-
leiSir. Þetta er efalaust einn þýðingarmesti hlekkurinn í búskap sjávar-
ins við strendur landsins, og sá, sem oft mun ráða örlögum dýrastofn-
anna. En þó að næringarkraftur sjávarins sé nægur, eru mörg önnur
tortímingaröfl að verki, og verður þeirra síðar getið.
Landgrunnshallinn er sérstaklega brattur undan Suðurlandi. Við