Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 22

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 22
68 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN hita en 5°, og þau mörk liggja á vorin einmitt út af Garðskaga að vestan og út af Homafirði að austan. Hitaskilin út af Hornafirði ákvarða einnig eystri takmörk sumarhrygningarinnar, en norðvestur- mörk hennar em bæði ógleggri og sennilega breytilegri, enda eru þar hvorki hitaskil né straumamót. Af því, sem áður var sagt um aðrennsli hlýsævarins að sunnan, virðist einmitt ástæða til að ætla, að við sunnanvert landið séu það einkum Homafjarðarsvæðið og Selvogsbankasvæðið, sem öðrum frem- ur njóti uppstreymisins frá djúphafinu. Hornafjarðarsvæðið hggur við eystri mörk hlýsævarins, þar sem mikil blöndun fer fram í straum- iðum, og þetta svæði liggur i námunda við djúpsjávarhvilftina undan Suðausturlandi. Straumar frá djúpsjávarálum gætu líka legið frá Háfadjúpi og inn yfir Selvogsgrunn og frá Jökuldjúpi inn í Faxaflóa. En það er líka eftirtektarvert, að þessar miðstöðvar hrygningarinnar eru einkum bundnar við þau svæði þar sem breiðust er botnræman, sem liggur milli 50 og 100 metra dýptar. Ég kemst því aS þeirri niSurstöSu, aS sunnlenzka landgrunniS hafi beina sérstöSu, sökum legu þess viS straumstefnunni frá hlýrri höfum, þar éS straumurinn, og méS honum nœringarefni, lendir í mynnum neSansjávardjúpa, en hinn bratti halli landgrunnsins þving- ar strauminn upp á viS. Til þessa svœSis rekja flestir íslenzkir nytja- fiskar uppruna sinn. Þarna er ein mesta klakstöS NorSur-Atlants- hafsins. Frá þessu upprunasvæði liggja straumar og dreifa eggjum og seið- um. Hinn fyrsta afdrifaríka áfanga á lífsleiðinni eru þau algjörlega háð hafstraumum og berast með þeim eins og reköld. Skal ég nú gera að umtalsefni athuganir, sem kasta ljósi yfir næsta þáttinn í tilveru þeirra. II. Tveir danskir haffræðingar, þeir Frede Hermann og Helge Thom- sen birtu fyrir nokkrum árum merka ritgerð um rekflöskutilraunir í Norður-Atlantshafi (14), og nýlega höfum við Unnsteinn Stefáns- son lýst árangri athugana á reki flaskna, sem kastað var í sjóinn fyrir norðan og norðaustan Island (13). Þessar rannsóknir hafa skýrt ýmsa megindrætti í straumkerfunum kringum landið. Fyrsta atriðið, sem ég vil gera að umtalsefni, er lega dreifingar- svæðanna. Með dreifingarsvæði á ég við þá hluta strandsjávarins, þar sem straumarnir leita burt frá landinu. Ur ritgerð Hermanns og

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.