Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 33

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 33
UPPRUNI OG DREIFING ISL. FISKISTOFNA 79 að norðurlandssíldin hafi verið sama síldin og fiskaðist sunnanlands, heldur af sama uppruna. Hún kann að hafa alizt upp á allt öðrum slóðum en meginhluti íslenzka stofnsins. En það kom eitthvað mjög afdrifaríkt fyrir þennan stofn á tímabilinu milli sumarsins 1944 og sumarsins 1945. Sumarið 1944 var afbragðs aflaár, en sumarið 1945 síldarleysisár, hið fyrsta í áraröð, sem nú er orðin löng. Línurit, sem fylgir þessu máli, lýsir þessari skyndilegu rýrnun í aflabrögðunum. Á þessu hafa komið tvær meginskýringar. Út frá forsendum sínum ályktaði Árni Friðriksson að breytingar á straumum hefðu hindrað 11. mynd. Árið 1945 byrjaði mikið aflaleysistimabil á síldveiðum fyrir norðan Is- land. Súlumar sýna síldarafla á nót í þúsundum hl. (mælikv. til hægri) og lína með punktum fjölda nóta (mælikv. til vinstri). (Úr (3)). reglulegar göngur norsku síldarinnar til norðurlandsmiðanna, og hef ég þegar rætt nokkuð annmarkana á þeirri skýringu. tJt frá rann- sóknum á íslenzkri síld taldi ég sennilegt að leita mætti skýringar á þessu fyrirbrigði í árgangaskipun íslenzka stofnsins, sem sýndi, að á árunum 1936—1943 klöktust margir lélegir árgangar (9, 10). Ég er enn á þeirri skoðun, að þessi skýring sé að verulegu leyti rétt, en mér er nú vel ljóst, að hún er ekki fullnægjandi. Aðalgalli hennar er sá, að hún skýrir ekki hið skyndilega fall í aflabrögðunum órin 1944—1945. Ef lélegir árgangar voru eina orsökin, hefði mátt ætla, að aflamagnið hefði farið smáminnkandi ár frá ári. Þessu er ekki þannig farið, og verður að leita frekari skýringa. Geng ég út frá þeirri forsendu, að norðurlandssíldin hafi verið sérstæð blanda þriggja fyrmefndra síldarstofna. Skal ég nú víkja að árangri síldarmerking-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.