Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 15
UPPRUNI OG DREIFING ÍSL. FISKISTOFNA
61
svæði, þar sem þetta á við. En þessu er ekki svo farið með íslenzka
hafsvæðið. Eins og fyrr getur, liggur Island í farvegi hafstrauma,
og bæði fánan og flóran eru því sambland heimaalinna og aðvífandi
plantna og dýra.
Langmestur hluti íslenzku fánunnar er af heimaöldum stofni, enda
er íslenzka grunnsævið tvímælalaust eitt gróskumesta hafsvæði Norð-
ur-Atlantshafsins, og er fiskimergðin ljósasti vottur þess. En hinir
eiginlegu átthagar þessara fiska, svæðin þar sem þau tímgast, liggja
ekki jafndreifð kringum landið, heldur hafa rannsóknir sýnt, að
sunnlenzka grunnsævið er aðalhrygningarsvæði flestra íslenzkra nytja-
fiska. Meðan hrygningin stendur yfir, eru þeir bundnir hlýsænum,
og ákvarðast nyrðri takmörk gotstöðvanna af 4—5 stiga hita. Af
þessum fiskum má nefna þorsk, ýsu, upsa, spærling, síld, skarkola
og þykkvalúru. Hvað snertir einstaklingsmergð, eru aðeins fáar aðrar
tegundir, sem standa þeim á sporði. Fjórar þeirra hrygna kringum
allt land: loðna, sandsíli, sandkoli og skrápflúra, og yfirleitt miklu
meira við suður- og vesturströndina heldur en norður- og austur-
ströndina. Tvær tegundir hrygna í úthafi, karfi og flyðra, báðar í
hlýsænum fyrir sunnan og vestan landið. MeginniSurstaSan verSur
sú, aS allar fiskitegundir, sem mikla einstaklingsmergS hafa, hrygna
mestmegnis viS suSur- og vesturströnd landsins.
Aðvífandi fiska verðum við oft vör við, bæði uppsjávarfiska sunn-
an úr hafi og djúpsjávarfiska úr djúpum Atlantshafsins. Af hinum
fyrra flokki má nefna makríl, gráröndung, bramafisk, guðlax, tún-
fisk, brynstirtlu og geirnef, og af hinum síðarnefnda flokki, sædjöful
og surt. Af svifdýrum finnast tilsvarandi flokkar. Það, sem ég eink-
um vildi vekja athygli á, er það, að aðvífandi skepnur eru nær ein-
göngu af suðlægum uppruna. Skýringin á þessu er fólgin í þvi, að
meginsjávaraðstreymið liggur að landinu sunnanverðu.
Hafstraumamir em nátengdir landslagi botnsins. Gert hefur ver-
ið líkan af sjávarbotninum kringum Island, og birti ég það hér les-
andanum til glöggvunar og fróðleiks.
ísland liggur í miðju Norður-Atlantshafi eins og þvergirðing, með
neðansjávarhryggjum til vesturs og austurs. Að sunnanverðum stöpli
landsins flæðir golfstraumssjórinn. Landgrunnshallinn er snarbratt-
ur undan mestöllu Suðurlandi. I suðvesturátt frá Reykjanesskaga
liggur neðansjávarhryggur, Reykjaneshryggurinn. Hann er nyrzti
hluti miðhryggs, sem liggur eftir Atlantshafinu endilöngu, allt suður