Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 59

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 59
ÖSKUB AUNIR 101 eldfjallarannsóknum hér á landi og rannsakaði m. a. Eldgjá, skrifar i hinni kunnu eldfjallafræði sinni (Vulkankunde, Stuttgart 1927, bls. 103): „Ef saman fara öskufall og regnskúrir, verður eðlilega úr þessu leirregn (Schlammregen), og oft er þá í sliku regni ákaflega mikið af písólítum, þ. e. baunastórum leirkúlum með sammiðja (koncen- trískum) lögum, og er ekki aðeins algengt að finna þær rétt eftir gos (t. d. eftir Santa Maria-gosið 1902), heldur og í gömlum lögum (Laacher See).“ Santa Maria er eldfjall mikið í Guatemala, og varð stórkostlegt sprengigos í því fjalli 1902, en Sapper skrifaði mikið um það gos. Laacher See er eitt af hinum mörgu „Kerum“ (Maar), þ. e. sprengigígum, nú hálffylltum af vatni, í Eifel-héraðinu í Rínar- löndum í Þýzkalandi. Hægt hefur verið að sýna fram á það með frjógreiningu, að kerin á Eifel-svæðinu voru virkar eldstöðvar á hinu svo kallaða Alleröd-skeiði, þ. e. hlýviðrisskeiðinu 9000—10000 árum f.Kr. Franskur jarðfræðingur, A. Lacroix, gat sér heimsfrægð fyrir rann- sóknir sínar á eldgosinu úr fjallinu Montagne Pelée á eynni Marti- nique í Vesturindíum árið 1902, en eldský (nué ardente) úr þessu gosi drap á nokkrum sekúndum 30 þúsund manns í hafnarbænum St. Pierre. í bók sinni um þetta gos (La Montagne Pelée et ses Erup- tions, Paris 1904) lýsir Lacroix annars konar myndun öskubauna, sem hann var sjónarvottur að. Hann sá þarna allmörgum sinnum öskubaunir myndast, þegar regndropar féllu á nýfallna heita, fín- gerða ösku, og féllu svo strjált, að yfirborð öskunnar varð ekki alvott. Droparnir gufuðu fljótt upp, en mynduðu um leið utan um sig ösku- kúlur, sem voru allt upp í matbaunastærð og ultu stundum undan halla eða var feykt til af vindi og urðu þá alveg hnöttóttar. Lacroix fann einnig öskubaunir í eldri öskulögum á Martinique. Kúlur svipaðar að ytra útliti öskubaunum þeim, sem myndazt hafa í Hverfjallsgosinu og öðrum sprengigosum, geta myndazt á annan hátt, t. d. við kemíska útfellingu járnsambanda í vatni, svo og við útfellingu kalks og kísils. Það, sem nefnt er vatnamálmur (sæ. sjö- malm, þý. See-eisenerz) er útfelling brúnjárnsteins, en brúnjárnsteinn (límonít) er járnoxyd (Fe203) bundið vatni, og er raunverulega sama efni og ryð á járni. Brúnjárnsteinn fellur út á útfellingar- kjarna, sem geta verið alls konar uppruna og stærðar, sandkorn, strá, laufblöð, skordýrasaur, smásæ frjókorn, kísilþörungar o.fl. Mynd- ast af þessu korn og kögglar allra mögulegra stærða og útlits, oftast mjög óreglulegrar lögunar, en geta orðið í lögun sem kringlóttar skíf-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.