Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 59

Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 59
ÖSKUB AUNIR 101 eldfjallarannsóknum hér á landi og rannsakaði m. a. Eldgjá, skrifar i hinni kunnu eldfjallafræði sinni (Vulkankunde, Stuttgart 1927, bls. 103): „Ef saman fara öskufall og regnskúrir, verður eðlilega úr þessu leirregn (Schlammregen), og oft er þá í sliku regni ákaflega mikið af písólítum, þ. e. baunastórum leirkúlum með sammiðja (koncen- trískum) lögum, og er ekki aðeins algengt að finna þær rétt eftir gos (t. d. eftir Santa Maria-gosið 1902), heldur og í gömlum lögum (Laacher See).“ Santa Maria er eldfjall mikið í Guatemala, og varð stórkostlegt sprengigos í því fjalli 1902, en Sapper skrifaði mikið um það gos. Laacher See er eitt af hinum mörgu „Kerum“ (Maar), þ. e. sprengigígum, nú hálffylltum af vatni, í Eifel-héraðinu í Rínar- löndum í Þýzkalandi. Hægt hefur verið að sýna fram á það með frjógreiningu, að kerin á Eifel-svæðinu voru virkar eldstöðvar á hinu svo kallaða Alleröd-skeiði, þ. e. hlýviðrisskeiðinu 9000—10000 árum f.Kr. Franskur jarðfræðingur, A. Lacroix, gat sér heimsfrægð fyrir rann- sóknir sínar á eldgosinu úr fjallinu Montagne Pelée á eynni Marti- nique í Vesturindíum árið 1902, en eldský (nué ardente) úr þessu gosi drap á nokkrum sekúndum 30 þúsund manns í hafnarbænum St. Pierre. í bók sinni um þetta gos (La Montagne Pelée et ses Erup- tions, Paris 1904) lýsir Lacroix annars konar myndun öskubauna, sem hann var sjónarvottur að. Hann sá þarna allmörgum sinnum öskubaunir myndast, þegar regndropar féllu á nýfallna heita, fín- gerða ösku, og féllu svo strjált, að yfirborð öskunnar varð ekki alvott. Droparnir gufuðu fljótt upp, en mynduðu um leið utan um sig ösku- kúlur, sem voru allt upp í matbaunastærð og ultu stundum undan halla eða var feykt til af vindi og urðu þá alveg hnöttóttar. Lacroix fann einnig öskubaunir í eldri öskulögum á Martinique. Kúlur svipaðar að ytra útliti öskubaunum þeim, sem myndazt hafa í Hverfjallsgosinu og öðrum sprengigosum, geta myndazt á annan hátt, t. d. við kemíska útfellingu járnsambanda í vatni, svo og við útfellingu kalks og kísils. Það, sem nefnt er vatnamálmur (sæ. sjö- malm, þý. See-eisenerz) er útfelling brúnjárnsteins, en brúnjárnsteinn (límonít) er járnoxyd (Fe203) bundið vatni, og er raunverulega sama efni og ryð á járni. Brúnjárnsteinn fellur út á útfellingar- kjarna, sem geta verið alls konar uppruna og stærðar, sandkorn, strá, laufblöð, skordýrasaur, smásæ frjókorn, kísilþörungar o.fl. Mynd- ast af þessu korn og kögglar allra mögulegra stærða og útlits, oftast mjög óreglulegrar lögunar, en geta orðið í lögun sem kringlóttar skíf-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.