Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 42

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 42
88 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 3) AS einstaka ár og jafnvel mörg ár í röS sleppi mikiS magn úr þessum stofni og samlagist norska síldarstofninum og eigi vart aftur- kvœmt til NorSurlandsmiSanna. Ég vil einkum benda á það, að síld- in er hópdýr, og er lítið vitað um það, hvemig innbyrðis sambandi síldanna er háttað í slíkum stofni. Gæti vel átt sér stað, að torfu- myndanir hömluðu göngu einstakra sílda úr norðurlandsstofninum til íslenzkra miða, ef þær væru orðnar innlyksa í norska stofninum, vegna eðlislægra viðbragða innan torfunnar. Síldarmerkingamar voru ekki fyrsta sönnunin fyrir göngum ís- lenzkrar síldar til Noregs. Árið 1939 birti norskur maður, Th. Ras- mussen að nafni, ritgerð, er hann nefndi: „Islandssild i norske kyst- farvann?“ (18). Hann sýnir þar fram á, að íslenzk sumargotssild finnist stundum í norska hrygningarstofninum, einkum í byrjun norsku vetrarvertíðarinnar. Hann segir: „Vi har i mange ár vært op- mærksomme pá en sildetype som forekommer i begynnelsen af stor- sildfisket og som utgjör ca 2% i de förste fangster. Silda er gjennem- gáende stor, med kjönnsorganer som viser at den má ha gytt hösten eller sommeren foregáende ár“ (bls. 19). Eftir að hafa rætt sýnis- homin segir hann enn fremur: „Det som imidlertid er det morsomme ved disse pröver er at det synes som om vi ved hjelp af disse tilfældige sildeforekomster skulle stá overfor lösningen af spörgsmálet, hvilken sildetype tomsilden, som vi fár i begynnelsen af storsildefisket, hörer til, og svaret má bli at denne sild som er helt analog med silda i pröven fra Batalden og med silda fra Kalfjord, ikke kan vœre annet en islandssild som under sin vandring er kommet hen under norske- kysten“ (l.c. bls. 20—21). Nú er sumargotssíldin auðþekkt þama á kynþroskannum, en þá var ekki og er ekki enn hægt með neinni vissu að aðgreina norska og islenzka vorgotssíld. Og hamingjan má vita, hve mikið af íslenzkri vorgotssíld er þarna árlega á ferð og tapast inn í norska stofninn, því á sama tímabili sem norðurlandsstofninum hnignaði svo mjög, jókst norski stofninn stórlega, eins og kunnugt er af aflabrögðum við Noreg hin síðari ár. Síðustu árin virðist leiðin til Noregs hafa verið óvenju opin. Ný- lega hefur Jón Jónsson magister skýrt frá því,1) að þrír þorskar, sem merktir voru við Norðurland (í Eyjafirði 3. sept. 1949, í Skagafirði 7. sept. 1949 og á Skjálfanda 22. ág. 1950) endurveiddust við Noreg. 1) Ann. Biol. Vol. IX, bls. 41.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.