Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 4

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 4
so NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN Náðust nokkur dýr af mismunandi tegundum, en ekki gaf sú rann- sókn fullnaðarsvar við áðurnefndri spurningu. Tilraunir á rannsókn- arstofum og ályktanir af vitneskju vorri um lífsstarfsemina hafði kom- ið sumum vísindamönnum á þá skoðun, að svæðin neðan við 8000 metra dýpi væru lífvana. Væri þessu þannig farið, var hægt að gera sér í hugarlund þann dásamlega möguleika, að dauðar lífverur frá í Galathea-leiðangrinum var notað sérstakt áhald til þess að ná sýnishornum af botnlögum djúpsjávarins. Á myndinni sjást visindamenn skoða horkjama úr botni. 1 slikum botnlögum fann prófessor ZoBell gerla, sem lifa allt að 75 cm niðri i botninum. I miðið er höfundur þessarar greinar, Anton Fr. Bruun, dr. phil. Til vinstri við hann stendur próf. ZoBell frá Kaliforniu, en til hægri Dr. Bent Hansen, Danmörku og próf. T. Gislen, Svíþjóð. liðnum árþúsundum eða ármilljónum hefðu sokkið til botns í djúp- hafsálunum og varðveitzt þar lítið breyttar, i umhverfi þar sem rotn- unargerlar gátu ekki þrifizt. Það mátti telja öruggt, að ef togveiðar tækjust á botni úthafanna, hlyti árangurinn að verða mjög fróðlegur. Það var skammt til sólaruppkomu, en þó niðdimmt. Afturþiljur danska rannsóknarskipsins „Galathea" voru baðaðar í ljósi. Langt niðri í gegnsæju hafinu sást móta fyrir útlínum hins stóra þríhyrnda poka á sleðavörpunni. Stýrimaðurinn fylgdi komu hans úr djúpun- um, tilbúinn að gefa manninum við spilið merki um að stöðva drátt- inn. Allt gekk þetta með þeim jafna gangb sem fylgir mikilli þjálfun og samstarfi. Ég hafði verið hinn ánægðasti alla leiðina, og það tók

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.