Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 3
Anton Fr. Bruun: Lífið í djúpum hafsins Dr. phil. Anton Fr. Bruun stjórnaði danska djúpsjávarleiðangrinum, sem árin 1950—1952 rannsakaði lífið í djúpum hafsins. Leiðangur þessi er nú kunnur um allan heim. Ritstjóri Náttúrufræðingsins fór þess á leit við dr. Bruun, að hann léti ritinu í té stutta grein um helztu viðfangsefni og niðurstöður leiðangursmanna. Birtist hér grein sú, er hann sendi ritinu, og kann ég honum sérstakar þakkir fyrir velvild þá, sem hann sýnir tímariti okkar. — H.E. Albert Monacoprins veiddi fyrir 50 árum einn fisk, nokkur sæ- stirni*) og fáein smádýr önnur, á 6035 metra dýpi. en það var 200 metrum dýpra en dýr höfðu áður veiðzt, í hinum fræga djúpsjávar- leiðangri „Challenger“ árin 1872—1876. Það gegnir furðu, að þessi smávægilega viðbót við fyrra met, skyldi verða allt fram til ársins 1948 mesta dýpi, sem menn vissu til að dýr gætu lifað á. Hinsvegar benti þetta til þess, að dýr lifðu á 98% hafsbotnsins, sem þekur um tvo þriðju jarðkringlunnar. Tveir hundraðshlutar hafanna eru meira en 6000 metrar að dýpt, en mesta dýpi, sem nýi „Challenger“ mældi, reyndist vera 10.863 metrar. Á þessu svæði hafði ekki verið fiskað áður, enda þótt stórt væri, þ. e. 4.700.000 ferkílómetrar, eða tuttugu og tvisvar sinnum flatarmál Stóra-Bretlands. Á vorum dögum, þegar vér þykjumst þekkja jörðina, mætti kalla þetta ögrun, ekki sízt fyrir líffræðing, sem er að kynna sér lífsskilyrði dýra, sem lifa á 10.000 metra dýpi, en þar er óhemju þrýstingur, er nemur 1000 loftþyngdum. Það er kunn- ugt, að dýr hafa vanizt frosthörkum íshafssvæðanna, brennhita eyði- markanna og þunnu háfjallalofti. En gátu þau einnig þolað þann feikna þrýsting, sem ríkir í djúpum úthafanna? Einu sinni var togað á 7625—7900 metra dýpi í sænska djúp- sjávarleiðangrinum 1947—1948, undir stjórn dr. Hans Pettersons. *) Áður kölluð slöngustjörnur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.