Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 3

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 3
Anton Fr. Bruun: Lífið í djúpum hafsins Dr. phil. Anton Fr. Bruun stjórnaði danska djúpsjávarleiðangrinum, sem árin 1950—1952 rannsakaði lífið í djúpum hafsins. Leiðangur þessi er nú kunnur um allan heim. Ritstjóri Náttúrufræðingsins fór þess á leit við dr. Bruun, að hann léti ritinu í té stutta grein um helztu viðfangsefni og niðurstöður leiðangursmanna. Birtist hér grein sú, er hann sendi ritinu, og kann ég honum sérstakar þakkir fyrir velvild þá, sem hann sýnir tímariti okkar. — H.E. Albert Monacoprins veiddi fyrir 50 árum einn fisk, nokkur sæ- stirni*) og fáein smádýr önnur, á 6035 metra dýpi. en það var 200 metrum dýpra en dýr höfðu áður veiðzt, í hinum fræga djúpsjávar- leiðangri „Challenger“ árin 1872—1876. Það gegnir furðu, að þessi smávægilega viðbót við fyrra met, skyldi verða allt fram til ársins 1948 mesta dýpi, sem menn vissu til að dýr gætu lifað á. Hinsvegar benti þetta til þess, að dýr lifðu á 98% hafsbotnsins, sem þekur um tvo þriðju jarðkringlunnar. Tveir hundraðshlutar hafanna eru meira en 6000 metrar að dýpt, en mesta dýpi, sem nýi „Challenger“ mældi, reyndist vera 10.863 metrar. Á þessu svæði hafði ekki verið fiskað áður, enda þótt stórt væri, þ. e. 4.700.000 ferkílómetrar, eða tuttugu og tvisvar sinnum flatarmál Stóra-Bretlands. Á vorum dögum, þegar vér þykjumst þekkja jörðina, mætti kalla þetta ögrun, ekki sízt fyrir líffræðing, sem er að kynna sér lífsskilyrði dýra, sem lifa á 10.000 metra dýpi, en þar er óhemju þrýstingur, er nemur 1000 loftþyngdum. Það er kunn- ugt, að dýr hafa vanizt frosthörkum íshafssvæðanna, brennhita eyði- markanna og þunnu háfjallalofti. En gátu þau einnig þolað þann feikna þrýsting, sem ríkir í djúpum úthafanna? Einu sinni var togað á 7625—7900 metra dýpi í sænska djúp- sjávarleiðangrinum 1947—1948, undir stjórn dr. Hans Pettersons. *) Áður kölluð slöngustjörnur.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.