Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 17
UPPRUNI OG DREIFING ÍSL. FISKISTOFNA 63 allar aðrar strendur landsins hefur landgrunnið afliðandi halla, allt niður á 500 metra dýpi, en úr því fer að dýpka örar. Kringum allt land skerast inn í landgrunnið djúprennur, eins og t. d. Jökuldjup, Kolluáll, Víkuráll, Húnaflóadjúp, Eyjafjarðaráll, Skjálfandadjúp, Ax- arfjarðardjúp, Bakkafjarðardjúp, Héraðsdjúp, Seyðisfjarðardjúp, Beru- fjarðaráll, Lónsdjúp, Hornafjarðardjúp, Breiðamerkurdjúp, Skeiðarár- djúp, Háfadjúp og Grindavikurdjúp, svo að nokkur hinna stærstu séu nefnd. Það er mjög sennilegt, að þessar rennur í landgrunninu hafi mikla þýðingu sem farvegir djúpstrauma, en einkum á þetta við um djúpin að sunnan- og vestanverðu, þar sem straumurinn ligg- ur beint að mynni djúpanna. Við það að komast í hinn tiltölulega þrönga farveg djúpanna fær hann aukinn kraft og nær betur til uppsjávarlaganna. Með þessum straumi berast djúpsjávardýr, og er Háfadjúp, skammt fyrir austan Vestmannaeyjar, frægt fyrir það, hve margar sérkennilegar djúpsjávarskepnur hafai fundizt þar. Það er sennilegt, að meginuppspretta djúpsjávarins sé einmitt i námunda við hvilftir þær, sem skerast inn úr botni eystri Atlantshafs- dalsins, þ. e. fyrir austan Vestmannaeyjar og suðaustur af Horna- firði. tJr Háfadjúpi flæðir straumurinn vestur á bóginn yfir Selvogs- gnmn, og frá Hornafjarðarhvilftinni flæðir hann sumpart inn á grunnið undan Hornafirði og sumpart út á hrygginn milli Færeyja og Islands. Auk hitans, sem takmarkar legu hrygningarstöðvanna, hefur botn- dýpi líka mikla þýðingu. Gotstöðvar fiska eru yfirleitt mjög háðar botndýpi. Að undanskildum karfa og flyðru eru nytjafiskar okkar yfirleitt grunnsævistegundir, sem hrygna mestmegnis innan við 150 metra dýpi. Um þær tegundir, sem hafa botnlæg egg, gildir þar að auki, að þær velja sér sérstaka botngerð, eins og t. d. síldin, sem hrygnir á hörðum botni, malarbotni eða bergbotni. Slíkur botn er mestmegnis á grunnsævi. Það hefur þvi þýðingu að gera sér grein fyrir því, hvar þau svæði eru, sem hafa heppilegt botndýpi, og læt ég fylgja hér kort, er sýnir svæði þar sem botndýpið er milli 50 og 100 metrar. Lesandinn getur séð, að þessi botnræma er næsta mjó. En ég vil þó vekja athygli á því, að við sunnan- og suðvestanvert landið, þar sem aðalgotstöðvarnar liggja, er hún breiðust á Selvogs- grunni, í Faxaflóa og á svæðinu undan Hornafirði. Hins vegar er hún mjög mjó á öllu svæðinu frá Ingólfshöfða til Vestmannaeyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.