Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 56
98
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
og hefur skrifað sígilda lýsingu á þvi gosi. Gosið byrjaði 4. apríl 1906,
en sprengigosið náði hámarki hinn 8. apríl. Daginn eftir gekk Perret
1. mynd. öskubaunir neðan á túffstykki úr túffstabba á hraunflöt rétt ssunnan við
Jarðbaðshóla. Náttúrleg stæið. — Pisolites on the underside of a piece of tuff from
the tuff layer N of Hverfjall. Natural size. — Ljósm. T. Tryggvason.
á fjallið frá bænum Resina, rétt sumian við Neapel og um 5 km frá
gíg Vesúvíusar. Var þá enn feikn mikið öskufall, svo sem sjá má á
meðfylgjandi mynd (2. mynd), er tekin var þennan morgun. Perret
segir svo frá, að milli Resina og fjallsins, en þó einkum á fjallinu
sjálfu „samanbakaðist (conglomerated) hin fallandi aska, vegna þétt-
ingar vatnsgufu i gosmekkinum, og mynduðust kúlur eins og úr
mjúkum leir, og urðu sumar á stærð við egg. Næstu tvo daga mynd-
aðist óvenjumikið af öskuhaunum (pisolites) á þennan hátt, en þær
voru litlar miðað við öskubaunir, sem höf. hefur fundið í Kilauea og
í gömlum öskulögum frá Vesúvíusi" (The Vesuvius Eruption of 1906,
Carn. Inst. Wash. Publ. Nr. 339, 1924, bls. 48). Mynd þá, sem hér er
birt (3,mynd), tók Perret af öskubaunum, sem féllu 9. og 10. apríl,
og eru þær í náttúrlegri stærð. Perret tekur það fram í öðru riti
(Volcanological Observations, Carn.Inst.Wash.Puhl. Nr. 549, 1950,
bls. 48), að oft verði þessar öskubaunir nægilega harðar til að halda