Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 14
Hermann Einarsson: Um uppruna og dreifingu íslenzkra fiskistofna með sérstöku tilliti til síldarinnar. I. Island liggur í miðju Norður-Atlantshafi, í farvegi mismunandi hafstrauma. Sjórinn í þessum hafstraumum hefur ærið ólíka eigin- leika, enda er hann af ólíkum uppruna. Dýralífið í hafinu við Island mótast af þessum eiginleikum sjávarins. Plönturnar og dýrin eru bundin vissum ytri skilyrðum, sérstaklega meðan á æxluninni stend- ur. Einkum eru það hitaskilyrðin, sem ákvarða legu hrygningar- stöðvanna, vegna þess að hrygningin fer aðeins fram innan vissra hitamarka. Hins vegar berast dýrin viðs vegar utan hrygningar- tímans. Svifdýrin eru öll háð hafstraumum, þar eð eigin hreyfing þeirra má sín minna en hraði straumsins, og fiskar, sem lifa á svif- dýrum, fylgja þeim eftir. Þannig geta skepnurnar komizt út fyrir upprunasvæði tegundarinnar til kaldari, hlýrri eða dýpri hafsvæða en tegundinni henta til hrygningar. Ef straumurinn liggur ekki til baka, til hinna upprunalegu gotstöðva, eru svifdýrin dýrastofninum töpuð. Hins vegar geta þau borizt á slóðir, þar sem þau finna við- hlitandi hrygningarskilyrði, en þau geta líka borizt út fyrir þau mörk. Þau geta ef til vill lifað þar, jafnvel til hárrar elli, en þau tímgast ekki og bæta því engu við stofninn. Sunddýrin eru oft svo frá, að þau geta leitað óravegu og yfirstigið margar tálmanir, til þess að komast á sínar upprunaslóðir. En það er líka hugsanlegt, að hið framandi umhverfi hafi að nokkru leyti lamandi áhrif á gönguvenj- umar. En víst er um það, að dularfull eðlishvöt vísar mörgum þeirra heim til átthaganna aftur. Framleiðslu hafsvæðis getum við skipt í tvo ólíka flokka. f hinum fyrri em plöntur og dýr, sem uppmna sinn eiga innan þessa svæðis. Hinn síðari skipa plöntur og dýr, sem borizt hafa að, átthagar þeirra em allt önnur hafsvæði. Ef um lokað kerfi væri að ræða, tilheyrði öll fána og flóra hinum fyrra flokki; og ef til vill finnast einangmð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.