Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 52

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 52
94 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN denron), sem Heer sýnir frá Brjánslæk (blað og fræ), hefur mér ekki heppnazt að finna hann. Skal nú vikið að myndununU 1. Greni (Picea sp.). 1 frjókorna-sýnishornum þeim, sem ég hef gert úr surtarbrands- lögunum hjá Brjánslæk, eru frjókorn barrtrjáa tíð. Meir virðist bera á frjókornum grenis (picea) en frjókornum þins (abies) og furu (pinus). Mynd 2 sýnir picea-frjó séð ofan frá. Köngullinn, sem sýnd- ur er á 3. mynd, er í beztu samræmi við greni (picea) köngla. Mynd- in er ofurlítið stækkuð, náttúrleg stærð köngulsins er 9,5X2,5 cm. 2. Sassafras sp. Sassafras er tré af lárviðarætt. Þrjár tegundir eru kunnar núlif- andi, ein í Norður-Ameríku og tvær í Austur-Asíu. Tré þessi eru talin ævaforn og saga þeirra rakin aftur á öndvert krítartímabil. Þegar líður á krítartímabilið stendur ættkvíslin með mestum blóma í Norður-Ameríku. I Evrópu virðist blómaskeið hennar hafa verið á tertier, en þá er tekið að halla undan fæti fyrir lienni í Vestur- heimi. Fimbulvetur jökultímans virðist hafa útrýmt sassafras að und- anteknum þeim þremur tegundum, sem áður gat. 1 Brjánslækjar- lögunum eru sassafras-blöðin nokkuð algeng. Enn sem komið er hef ég þó aðeins fundið þau í lagi e. Blöðin eru stór, yfirleitt stærri en blöðin á amerísku tegundinni, sem 'ég hef haft til samanburðar. Það finnast bæði óskert blöð (mynd 4) og mismunandi mikið flipótt (mynd 5). Þau síðamefndu eru þó algengari í safni mínu. Þetta er í fyrsta sinni, sem sassafras er getið úr íslenzkum jarðlögum, en plöntu af sömu ætt (lárvið) hefur verið lýst áður úr surtarbrands- lögunum í Steingrímsfirði og frá Brjánslæk (Paul Windisch: „Bei- trage zur Kenntnis der Tertiarflora von Island“, Zeitschrift fúr Natur- wissenschaften, 59. Bd., 4. Folge Bd. 5, Halle, 1886). 3. Hesliviður (corylus Cf. americana fossilis Newberry). í íslenzkum surtarbrandslögum eru nokkuð algeng blöð, sem heim- færa má til hesliviðar. Þau eru þó töluvert ólík innbyrðis og senni- lega er um fleiri en eina hesliviðartegund að ræða. Heer sýnir mynd- ir af þremur blaðhlutum, meðal annars frá Brjánslæk, sem hann tel- ur af heslivið (corylus macquarrii). Var sú planta algeng á önd- verðu tertier bæði í Alaska og í Grænlandi og víðar. Mikið vantar á að blöð þau, sem Heer sýnir, séu fullkomin. Virðist þvi fremur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.