Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 52

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 52
94 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN denron), sem Heer sýnir frá Brjánslæk (blað og fræ), hefur mér ekki heppnazt að finna hann. Skal nú vikið að myndununU 1. Greni (Picea sp.). 1 frjókorna-sýnishornum þeim, sem ég hef gert úr surtarbrands- lögunum hjá Brjánslæk, eru frjókorn barrtrjáa tíð. Meir virðist bera á frjókornum grenis (picea) en frjókornum þins (abies) og furu (pinus). Mynd 2 sýnir picea-frjó séð ofan frá. Köngullinn, sem sýnd- ur er á 3. mynd, er í beztu samræmi við greni (picea) köngla. Mynd- in er ofurlítið stækkuð, náttúrleg stærð köngulsins er 9,5X2,5 cm. 2. Sassafras sp. Sassafras er tré af lárviðarætt. Þrjár tegundir eru kunnar núlif- andi, ein í Norður-Ameríku og tvær í Austur-Asíu. Tré þessi eru talin ævaforn og saga þeirra rakin aftur á öndvert krítartímabil. Þegar líður á krítartímabilið stendur ættkvíslin með mestum blóma í Norður-Ameríku. I Evrópu virðist blómaskeið hennar hafa verið á tertier, en þá er tekið að halla undan fæti fyrir lienni í Vestur- heimi. Fimbulvetur jökultímans virðist hafa útrýmt sassafras að und- anteknum þeim þremur tegundum, sem áður gat. 1 Brjánslækjar- lögunum eru sassafras-blöðin nokkuð algeng. Enn sem komið er hef ég þó aðeins fundið þau í lagi e. Blöðin eru stór, yfirleitt stærri en blöðin á amerísku tegundinni, sem 'ég hef haft til samanburðar. Það finnast bæði óskert blöð (mynd 4) og mismunandi mikið flipótt (mynd 5). Þau síðamefndu eru þó algengari í safni mínu. Þetta er í fyrsta sinni, sem sassafras er getið úr íslenzkum jarðlögum, en plöntu af sömu ætt (lárvið) hefur verið lýst áður úr surtarbrands- lögunum í Steingrímsfirði og frá Brjánslæk (Paul Windisch: „Bei- trage zur Kenntnis der Tertiarflora von Island“, Zeitschrift fúr Natur- wissenschaften, 59. Bd., 4. Folge Bd. 5, Halle, 1886). 3. Hesliviður (corylus Cf. americana fossilis Newberry). í íslenzkum surtarbrandslögum eru nokkuð algeng blöð, sem heim- færa má til hesliviðar. Þau eru þó töluvert ólík innbyrðis og senni- lega er um fleiri en eina hesliviðartegund að ræða. Heer sýnir mynd- ir af þremur blaðhlutum, meðal annars frá Brjánslæk, sem hann tel- ur af heslivið (corylus macquarrii). Var sú planta algeng á önd- verðu tertier bæði í Alaska og í Grænlandi og víðar. Mikið vantar á að blöð þau, sem Heer sýnir, séu fullkomin. Virðist þvi fremur

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.