Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 62

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 62
Stífla í Fljótum Stutt athugasemd frá Steingrími Jónssyni. 1 ágætri grein Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræðings, „Séð frá þjóð- vegi“ í l.hefti Náttúrufræðingsins 1954, er vikið að Skeiðsfossvirkj- uninni. Þar sem verið er að ræða um skriður og jökulgarða segir svo á bls. 7: „Var t. d. illilega flaskað á þeim, þegar reist var rafstöð í Fljótaá í Fljótum (Skeiðsfossvirkjunin) fyrir tæpum áratug. Dalur- inn lokast til hálfs af hólabelti, Stífluhólum, og var talið, að þessir hólar væru fomir jökulgarðar og myndu vatnsheldir. Þar sem Fljótaá rennur fram með neðstu hólunum, var byggð 30 m há stífla, og hinni fögm byggð innar i dalnum, Stíflunni, drekkt. En þegar vatnið tók að hækka innan Stífluhólanna, kom í ljós, að þeir hripláku. Jarð- fræðileg athugun leiddi í ljós, að þessir hólar vom alls ekki jökul- garðar, heldur bergskriða, sem hlaupið hafði fram austan Fljótaár sunnan við Hvammshnjúk, þar sem heitir Strengur. Er örið í fjalls- hlíðinni áberandi.“ Þess gerist ekki þörf að rekja ummæli greinarhöf. lengur í þessu sambandi, en ég vildi gera þá athugasemd við hin tilfærðu orð, að þau gefa ranga hugmynd um undirbúningsrannsóknir þær, er gerð- ar vom vegna virkjunarinnar. Það var ekki flaskað á neinu því, er þetta snertir. Það var eins og greinarhöfundur segir augljóst, að um bergskriðu var að ræða, enda öruggara að gera ráð fyrir því fyrir- fram, þar sem skriðurnar em venjulega lítt vatnsheldar. f skýrslu frá vegamálastofunni 1938 um jarðvegsrannsóknirnar er þetta tekið fram bemm orðum. Þó var augljóst, að skriðumar höfðu flutt ána vestur í dalinn og rann áin ofan við þær miklu hærra, en brekkumar eru neðar í skriðunum. Þrátt fyrir tiltölulega mikinn hæðarmun, var þama sáralítill leki í gegn um skriðumar. Spumingin varð þá sú, hvort unnt yrði að hækka efra vatnsborð virkjunarinnar nokkuð að ráði frá því, sem í ánni var, þegar það stóð hæst þar, grunnstinglað og stiflað af ísi. Hvort lekinn ykist ekki svo mjög við hækkun, að örð- ugt yrði að fá næga vatnsuppistöðu, sem þyrfti til að ná góðri hag- nýtingu vatnsrennslisins. Voru á þessu gerðar töluverðar athuganir frá 1929 og oft síðar af ýmsum. Jafnframt voru gerðir vatnsmiðlunar- útreikningar og hugsuð vatnsuppistaða allt upp í eina 12—14 m

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.