Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 67

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 67
MENN OG MÁLEFNI 109 Á siðustu fjárlögum fá tveir náttúrufræðingar fræðimannastyrk. Það eru jarð- fræðingarnir Cuðmundur Kjartansson mag. scient. og Joliannes Áskelsson menntaskólakennari. Litlu af þvi fé, sem þama er um að ræða, verður betur varið. Báðir þessir menn framkvæma, auk kennarastarfsins, gagnmerka vísinda- starfsemi, hvor á sínu sviði. Oikos — Acta Oecologica Scandinavica, heitir rit, sem náttúrufræðingar á Norð- urlöndum gefa út. Var það stofnsett árið 1949. ökológia er ein yngsta grein náttúrufræðinnar og fjallar um samband lífveranna og umhverfisins. Ritstjómina skipa: M. Köie, Kaupmannahöfn, Dr. C. Overgaard iNielsen, Femmöller, Dr. R. Tuoniikoski, Helsinki, Prof. Ernst Palmén, Helsinki, Prof. K. Fægri, Bergen, Dr. M. Frics, Uppsala, Dr. E. Dalil, Lundi, og Dr. Hermann Einarsson, Reykjavik. Finnur GuSiniundsson, dr. rcr. nat., tók í júnímánuði þátt í tveim alþjóða- þingum, sem haldin vom í Svisslandi. Hið fyrra var þing alþjóðafuglavemdunar- sambandsins, en hið síðara alþjóðamót fuglafræðinga. Er dr. Finnur formaður Is- landsdeildar fuglaverndunarsambandsins. Þann 18. marz 1954 átti Eric Hultén, prófessor við grasasafnið í Stokkhólmi, sextugsafmæli. I því tilefni rituðu ýmsir grasafræðingar á Norðurlöndum afmælis- rit, sem út kom þann 15. marz. I riti þessu birtist ritgerð eftir Ingimar Óskarsson grasafræðing um íslenzka tegund af undafíflum. Ritgerðin nefnist „Studies on Hieracium demissum“ (Strömf.) Dahlst. S. O. F. Omang, undafíflafræðingur, Iátinn. Mér finnst vel við eiga að minnast þessa víðkunna norska grasa- fræðings nokkrum orðum í tímariti hins íslenzka náttúrufræðifélags, þar sem hann hefur innt af hendi mjög þýðingarmikið vísindastarf í þagu íslenzkrar grasafræði. Omang, eins og hann var venjulega kallaður, var fæddur 23. marz 1867. Fullu nafni hét hann Simon Oscar Fredrik. Foreldrar hans voru Christian Fredrik Omang stýrimaður, síðar umboðsmaður, og Bertha Jönsrud. Ættin er gömul bændaætt frá Heiðmörk, og er nafnið Omang runnið frá bæjarnafninu Ommang (Almvang) í Löten. Omang tók stúdentspróf 1886 og háskólapróf í náttúruvísindum 1896. Allt frá því, að hann varð stúdent, kenndi hann við ýmsa lægri skóla og síðast við unglingaskóla i Óslo 1919—1927. Hann varð snemma heillaður af blómagyðjunni, og var hún honum allt fram á siðustu stundu. Hann varð náinn lærisveinn hins ágæta grasafræð- ings Axels Blytt og tók þátt í grasaferðum hans um lendur Noregs með lifandi áhuga.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.