Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 44
90
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Niðurstaðan varðandi uppruna íslenzku fiskistofnanna er sú, að
þeir eigi að mestu uppruna sinn að rekja til hlýsævarins við sunnan-
og vestanvert landið, og að grunnsævið á þessum slóðum hafi sér-
staklega mikið gróskumagn, vegna sérstæðra náttúruskilyrða.
Síðan er bent á þýðingu hringrásarkerfanna fyrir viðhald íslenzku
fiskitegundanna, sem eru flestar af heimaöldum stofnum. En um leið
er bent á það, að þessi hringrásarkerfi eru ekki lokuð. Liggja frá
þeim tapstraumar til fjarlægra hafsvæða.
Meginniðurstaða greinarinnar er fólgin í því, að frárennslisstraum-
ar þessir leiði hluta af fiskistofnum út fyrir íslenzka hafsvæðið, annað-
hvort á svifskeiðinu, eins og dæmið um flutning þorskseiðanna til
Grænlands sannar, eða síðar á lífsleiðinni. Er í því sambandi sett
fram sú tilgáta, að hlutar af norðurlandssíldarstofninum lendi straum-
leiðina austur á bóginn til Noregshafs, samlagist norska síldarstofn-
inum og eigi vart afturkvæmt til fslandsmiða. Er tilgáta þessi studd
með heimildum frá síldarmerkingum síðari ára og athugunum mín-
um á samsetningu norðurlandssíldarinnar.
Fjölmörgum spurningum í sambandi við þessa tilgátu reyni ég ekki
að svara á þessu stigi málsins, vegna vöntunar á rannsóknum. Þannig
er enn ókannað, hvernig sú sérstæða síldarblanda myndast, er við
köllum norðurlandssíld. Við vitum heldur ekki eftir hvaða leiðum
eldri síld af norskum uppruna sameinast þessum stofni, né hvaðan
eldri síld af íslenzkum uppruna leitar inn í norðurlandsstofninn. Er
eitthvert samband milli þessa fyrirbæris og þeirrar einkennilegu stað-
reyndar, að það er eins og eldri síld vanti í sunnanstofninn? Breytir
síldin um gönguvenjur og gönguleiðir, þegar kynkrafturinn fer að
dvína, eða vantar kynörvun á slóðum, þar sem hún heldur sig? —
Þannig mætti lengi spyrja.
Engum er ljósar en sjálfum mér, hve mikil þörf er á viðtækari og
ýtarlegri rannsóknum á þessum viðfangsefnum en mér hefur gefizt
kostur á að framkvæma, enda hef ég því miður aldrei fengið leyfi til
að rannsaka norðurlandssíldina, nema í frístundum mínum. Sé ég
fram á, að mig skortir algörlega aðstöðu til að sinna slíku verkefni
á viðunandi hátt. Ég sé mig því tilneyddan að hætta reglubundnum
síldarrannsóknum, en áður en ég segi skilið við þessi hugðarefni
mín, mun ég á fræðilegum vettvangi skýra frá helztu athugunum,
sem ég hef gert á íslenzkri síld, ef það gæti orðið einhverjum til leið-
beiningar og fróðleiks.