Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 19
UPPRUNI OG DREIFING lSL. FISKISTOFNA 65 Flestir fiskar hrygna eingöngu á vorin, en síldin er ólík öðrum fiskum að því leyti, því að af henni eru tveir kynstofnar hér við land og er önnur hrygningin í marz (vorgotssíld), en hin síðari í júlí (sumargotssíld). Ég hef áður varpað fram þeirri spumingu, hvort þessar tvær hrygningar standi ekki í sambandi við þessi tvö hámörk plöntugróðursins á vori og síðsumri vegna þess, að krabba- flæmar, sem eru aðalfæða síldarseiðanna, munu vissulega vera háð- ar plöntumergðinni. En þetta orsakasamhengi verður eflaust torrakið enn um sinn, vegna vöntunar á rannsóknum. Nú ætla ég að taka síldina sem dæmi um hlýsævartegund, sem hrygnir við suður- og vesturströndina, og tilheyrir hún þannig megin- flokki nytjafiska okkar. Ætlun mín er að lýsa fyrir yður magni hrygningarinnar við strendur landsins, til þess að meginatriðin í því, sem þegar hefur verið sagt, verði enn ljósari. Ég hef lokið við rann- sóknir á götstöðvum tveggja annarra tegunda, loðnu og sandsílis, og gáfu þær rannsóknir mjög líka raun og sú, sem nú skal gerð að umtalsefni. Því miður höfum við ekki óyggjandi aðferð til að ákvarða legu síldargotstöðvanna vegna þess, að síldin hefur botnlæg egg, en til- raunir, sem gerðar hafa verið, til að finna þau á botninum, hafa lít- inn árangur borið (4). Við hurfum því að því ráði að reyna að kort- leggja útbreiðslu svifseiðanna, en sá annmarki er á þeirri aðferð, að straumar kunna að hafa borið seiðin talsverða vegalengd frá sjálfum gotstaðnum. Þó er það álit mitt og einnig annarra, sem með þessari aðferð hafa unnið, að með því að athuga útbreiðslu nýklakinna seiða, muni öll höfuðatriði koma í ljós, enda tókst að finna síldaregg ná- kvæmlega á þeim slóðum, þar sem svifseiða-rannsóknirnar bentu til, að mikið hefði kveðið að hrygningu. Rannsóknir okkar eru að því leyti fullkomnari en allar fyrri rann- sóknir, að stöðvanetið var miklu þéttara en áður tíðkaðist. Höfðum við þann hátt á að draga þéttriðinn seiðaháf í hálftíma á hverri athuganastöð, og telja síðan fjölda síldarseiða í hverjum drætti. Er fjöldinn táknaður með mismunandi stórum deplum á meðfylgjandi myndum. Fyrsta meginatriðið, sem í ljós kom, er það, að seiðin voru ekki jafndreifð, heldur fundum við langflest seiði á vissum svæðum. Þessi svæði skera sig úr ár eftir ár, þó að áraskipti séu að því, hvaða svæði er þýðingarmest. Þetta eru miðstöðvar hrygningarinnar, ef svo mætti að orði komast, og á milli þeirra eru svæði, þar sem fá 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.