Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 8
54
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN
nesi, júlí 1963, B. J. Á báðum stöðum í Racomitrium lanuginos-
um breiðum. Tegundin er fundin hér áður af Mörch og er fyrst
getið á iista Grönlunds 1873. Fundur Mörchs er sá eini, sem
getið er um fyrir þessa tegund í Botany of Iceland, en ekki er
vitað um fundarstað Mörchs.
[Cirriphyllum cirrosum (Schwaegr. ex Schultes) Grout
Hesselbo s. 523 sem Eurhynchium cirrosum (Schwaegr.) Limpr.
og talin fundin á tveim stöðum, en eintökin tilheyra C. piliferum
(Hedw.) Grout.]
Cynodonlium strumiferum (Hedw.) Lindb.
Botnsdalur, Hvalfirði, í gjótu í urð, með gróhirzlum, júlí 1962.
B. J. Við Hreðavatn, í hraungjótu, með gróhirzlum, júlí 1962, B. J.
Fyrst getið héðan af Vahl og síðan fleirum, en öll eintök, sem fund-
izt hafa í söfnum heimfærð til þessarar tegundar, hafa reynzt það
ranglega, og er henni því sleppt í Botany of Iceland. Er á lista
mínum 1968.
Dicranella heteromalla (Hedw.) Schimp.
Nálægt Hveragerði í jarðhita, maí 1959 og síðar, B. J. Er á lista
Múllers, en hefur annars ekki verið getið héðan, nema hvað hún
er á lista mínum 1968.
Dicranella varia (Hedw.) Schimp.
Reykir, Hrútafirði, við laug, með gróhirzlum, ágúst 1966, B. J.
Hveravellir á Kili, við laug, júlí 1968, B. J. Eintök Jrau frá Beru-
fjarðarskarði, sem talin eru til Ditrichum nivale í Botany of Iceland,
virðast einnig tilheyra þessari tegund. Dicranella varia hefur ekki
verið getið héðan áður, nema hvað hún er á lista mínum 1968.
Dicranum acutifolium (Lindb. &: H. Arnell) C. Jens.
Hefur ekki verið getið héðan áður, nema hvað hún er á lista
mínum 1968. Eintök, er Ólafur Davíðsson safnaði á Hofi, tilheyra
þessari tegund. Nafngveining mín á eintökum Ólafs er staðfest af
H. Persson. Helgi Hallgrímsson getur 1966 um D. muehlenbeckii
B. S. G. frá Droplaugarstöðum, en eintökin þaðan tilheyra einnig