Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 55
NÁTTÚ RUF RÆ ÐINGURINN
97
Framanskráðir kristallar finnast allir í storkubergi, en engir xuynd-
breytingarkristallar voru sjáanlegir, svo sem leirkristallar.
Niðurstöðurnar af þessum athugunum eru mjög hliðstæðar þeim,
er Hsin Yuan Tu (1960) komst að eftir miklu nánari rannsókn á
3 sýnum úr áfoksjarðveginum (2 úr Rangárvallasýslu og 1 úr Eyja-
fjarðarsýslu), en í þeim reyndust 75—85% sýnanna hreint gler og
10—15% magnetite. Samkvæmt munnlegum upplýsingum þeirra
bergfræðinganna Elsu G. Vilmundardóttur og Jens Tómassonar
mun hér vera um mistúlkun að ræða á þann veg, að það sem Tu
telur magnetite sé i rauninni aðeins svart gler, en þetta er algeng
mistúlkun erlendra manna, er þeir rannsaka íslenzk sýni. Leirinni-
lxald þessara sýna reyndist alveg myndlaust (amorphous), en slíkt
er algengt í jarðvegi mynduðum af eldfjallaösku, svo sem í Japan,
Alaska, Nýja Sjálandi og norðvestanverðum Bandaríkjunum.
Uppruni dfoksins
í upphafi rannsókna minna hafði ég fyrst og fremst jarðvegseyð-
inguna í huga, en ég liafði ekki unnið lengi að jxeim, þegar sú
spurning fór að leita fast á mig, hver vœri uppruni áfoksins? Enda
væri svar við Jreirri spurningu mikilvægur þáttur til skilnings á
eðli og orsökum jarðvegseyðingarinnar. Enginn vafi leikur á því,
að áfokið er vindset, er stöðugt hefur fokið inn á gróðurlendið, og
uppspretta jxess liggur á hinum gróðurvana svæðum, sérstaklega á
miðhálendinu. En hver er hin látlausa uppspietta fokefna? Eftir-
farandi möguleikar eru þar fyrir hendi: Veðruir á móbergi og öðr-
um hörðnuðum setlögum, veðrun á stoikubergi, jökulruðningur og
jökulvatnaset, vatna- og sjávarset og eldfjallaaska.
Skal lrér aðeins vikið að eldri skoðunum á þeim málum. Þor-
valdur Thoroddsen (1907) segir svo: „Uppruni í'oksands á íslandi
er ýmislegur. Aðalefnið er vanalega mulið móberg“, og „þá er rok-
sandurinn stundum ný og gömul eldfjallaaska, sem ekki hefur náð
að festast“. Einnig gerir hann grein fyrir jrví, að jökulvatnaset geti
verið uppspretta áfoks. Steinn Emilsson (1931) segir: „Mit Bezug
auf die Lössbildung spielt der Palagonitstaub die Hauptrolle," en
síðan gerir hann jafnframt grein fyrir Jdví, að jökulruðningur og
jökulvatnaset, vatna- og sjávarset ásamt veðrun storkubergs eigi ein-
hvern Jaátt í áfokinu. Hsiit Yuan Tu (1960) gerði bergfræðilega