Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 65
NÁTTÚ R11FRÆÐINGURINN
107
verið talin meginorsök jarðvegseyðingarinnar, sem kemur meðal
annars fram í því, að almennt hefur verið talað um jarðvegseyð-
inguna sem uppblástur, jafnvel á þeirn stöðum, þar sem vatnið er
aðal rofvaldurinn. Ég hef valið þann kost að tala ekki um jarðvegs-
eyðinguna sem uppblástur, því að orðið uppblástur merkir í raun-
inni aðeins þátt vindrofsins. Algengast mun þó vera, að jarðvegs-
eyðingin stafi af samspili vatnsrofs og vindrofs, en það getur bæði
valdið hægfara og stórvirkri jarðvegseyðingu. Samkvæmt rannsókn-
um mínum á Haukadalsheiði virðist jarðvegseyðingin hafa byrjað,
þar sem jarðvatnsstaðan er tiltölulega liá, en það bendir til, að
vatnsrofið sé fyrra til heldur en vindrofið, þó að þarna geti verið
um aðrar orsakir að ræða. Sigurður Þórarinsson (1961) hefur fært
veigamikil rök fyrir því, að á Norðurlandi hafi stórfelld jarðvegs-
eyðing hafizt á þurrlendissvæðum blágrýtishéraðánna í Skagafirði
og Eyjafirði alllöngu áður en hún hófst í Þingeyjarsýslum, þar sem
berggrunnurinn er miklum mun lekari. Að öllum líkindum er því
vatnsrofið fyrra til að hefja eyðingarstarfsemi sína, þó að minna
beri á því. Aftur :i móti vérður vindroiið eitt miklu stórkostiegra,
þegar það fer í gang. Á þessu stigi málsins verður þó ekkert fullyrt
um þessi atriði, þar sem rneiri rannsókna er þörf.
11. mynd. Hringrás áfokssöfnunar og jarðvegseyðingar við samspil vatnsrofs
og vindrofs.
A. Algróinn áfoksjarðvegur.
B. Jarðvegsrofið hefst við það, að vatnið grefur rásir í áfoksjarðveginn. Ríkj-
andi vindrofsátt kemur frá hægri.
C. Jarðvegseyðingin í algleymingi. Vindurinn grefur geilar í gegnum gróður-
torfurnar. Vatnið og vindurinn hjálpast að við brottflutning rofefnanna.
D. Landið er örfoka. Gróðurinn hefur landnám að nýju og nýr áfoksjarð-
vegur tekur að salnast.
Erosion cycle oj the loessial soil.
A. An area covered with vegetated loessial soil without any soil erosion.
li. Thc soil destruction sels in. The prevailing dry wind direction from the
riglit. The erosion begins with water ravines and some deflalion.
C. Tlie soil erosion in full activity.
D. The surface is “örfoka” (deflated), and new vegetation begins coloniza-
tion collecling a new cover of loessial soil.