Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 52

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 52
94 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 9. mynd. Md-So Iínurit af niðurstöðum kornastærðarmælinganna á áfokssýn- unum (sbr. texta). Punktarnir tákna áfokssýni neðan við öskulagið Hjtoo. krossarnir tákna áfokssýnin ofan við H1700, hringarnir tákna S-sýnin, þríhyrn- ingarnir eru sýni úr foksandi og rétthyrningurinn er sýni úr jökulruðningi. — Md-So diagram of Ihe grain size analyses. • Iqessial soil samples beloxv the teþhralayer H1700, X soil samples above H1700, Ö S-samples, A aeolian sand samples and □ ground moraine. Á 9. mynd eru allar niðurstöður mælinganna settar upp í svo- nefnt Md-So línurit samkvæmt starfsaðferðum Selmar-Olsens (1954). Er það gert á þann hátt, að meðalkornastærðin (MdQ50) er sett upp á móti flokkuninni (log Q75/Q26). Gefur þessi uppsetning það oft vel til kynna, um hvers konar set er að ræða, og hvort um ein- hverja ákveðna tilhneigingu er að ræða í setlagamynduninni (Selmer-Olsen 1954). Flokkunin á sýnunum er í sumum tilfellum lakari en það, sem Selmer-Olsen telur vindset (aeolitiskt sediment), en það mun koma til af því, að grófu vikurkornin hafa minni eðlis- þyngd en kvartssandur, sem hann notaði sem mælikvarða. Visst samband kemur fram á milli meðalstærðar og flokkunar á sýnun- um úr S-holunum, og svipað samband kemur í ljós í sýnunum úr áfoksjarðveginum yfir öskulaginu H1700, nema hvað flokkunin þar

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.