Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 56

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 56
98 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN greiningu á 3 fyrrgreindum sýnum úr áfoksjarðveginum. Hann skipti glerinnihaldi þeirra niður í 3 flokka eftir ljósbroti þess. Tvo þessara flokka (glass, type A, og glass, type B) taldi hann vera eld- fjallaösku, en þeir voru um 70% sýnanna úr Rangárvallasýslu og 35% sýnisins úr Eyjafirði. Þriðja flokkinn (glass, type C), sem reyndist 5% sýnanna úr Rangárvallasýslu og 50% sýnisins úr Eyja- firði, taldi Tu vera tilkominn við móbergsveðrun („physical weath- ering of palagonite rocks“). Þriðja flokkinn telur Tu vera svipað- an af magni í báðum tilfellum, en þykkt áfoksjarðvegsins er miklu meiri í Rangárvallasýslu iieldur en í Eyjafirði. Þessar tilvitnanir ásamt ýmsum fleiri (R. Sveinsson 1953, B. Jóhannesson 1960) bera það með sér, að það hefur verið ríkjandi skoðun hér á landi, að móbergsveðrunin hafi átt drýgstan þátt í uppbyggingu áfoksins, þó að það sé einnig viðurkennt, að jökul vatnaset, jökulruðningur, sjávarset og eldfjallaaska eigi þar hlut að máli, og það síðastnefnda sérstaklega umhverfis eldijöllin. Vafalaust eiga allir þessir þættir einhvern þátt í áfokinu, en ég get þó ekki alveg fallizt á framan- greindar skoðanir, og skulu hér tilfærðar nokkrar ástæður fyrir því. Það fer ekki milli mála, þegar ferðast er um miðhálendi íslands, að mestur hluti þess er ýmist þakinn jökulruðningi, jökulvatnaseti og vikrum, en nakinn berggrunnur eða bergskriður er aðeins lítill hluti þess. Móbergið er aðeins mjög takmarkaður hluti þessa bergs, og þar að auki er móbergið víða klístrað jökulruðningi. Það verð- ur því að teljast harla ósennilegt að eigna beinni móbergsveðrun jafn mikinn hluta áfoksins og gert hefur verið. Sérstaklega ef það er haft í liuga, að þau móbergssvæði, sem opin liggja við veðrun, eru aðeins brot af stærð þeirra svæða, sem áfoksjarðvegurinn hefur safnazt á. Það verður því einnig að teljast harla ósennileg skýring hjá Hsin Yuan Tu (1960), að svo mikill hluti af bergglerinu í áfok- inu sé tilkominn við móbergsveðrun. Hitt er líklegra, að þar sé einnig um eldfjallaösku að ræða. Jökulruðningurinn og jökulvatna- setið á móbergssvæðunum inniheldur vissulega mikið magn af muldu móbergi ásamt eldfjallaösku, en hvarvetna á móbergssvæð- unurn og í móberginu sjálfu er meira og minna af kristölluðu bergi, og þar af leiðandi innihalda jökulmyndanirnar það einnig. Framanskráðar bergfræðilegar athuganir sýna aftur á móti, að mjög lítill hluti kornanna í áfoksjarðveginum innihalda nokkra kristalla, varla nema 5—10% þeirra, og alls enga leirkristalla. Af þessum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.