Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 16
62
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
[.Pseudoleskeella catenulata (Brid.) Kindb.
Hesselbo s. 510 sem Leskea catetiulata (Brid.) Mitt. Talin fund-
in hér af Steenstrup og fyrst getið liéðan í Botany of Iceland. Ein-
tökin, sem eru varðveitt í Kaupmannahöfn, tel ég að tilheyri að
öllum líkindum Leskeella nervosa (Brid.) Loeske.]
Psilopilum cavifolium (Wils.) Hag.
Torfufell, Eyjafirði, 1150 m, júlí 1963, Helgi Hallgrímsson.
Ekki fundin hér með vissu fyrr.
Rhodobryum roseum (Hedw.) Limpr.
Danski grasafræðingur-
inn Simon Lægaard ferðað-
ist í júní og júlí 1966 um
Vesturland og Vestfirði
ásamt Eyþóri Einarssyni.
Lægaard safnaði nokkru af
mosum, sem mér voru síð-
ar sendir til ákvörðunar.
Hið óvæntasta í því safni
var Rhodobryum roseum,
sem Lægaard hafði safnað
í Búðahrauni á Snæfells-
nesi í júní, en sú tegund
hefur ekki fundizt hér fyrr.
Rhynchostegium confert-
urn (Dicks.) B. S. G.
Steinn Valur Magnússon
safnaði miklu af mosum
árin 1959 og 1960, sem nú
eru varðveittir í Náttúru-
fræðistofnun íslands. í sept-
ember 1959 safnaði Steinn ágætum eintökum af Rhynchostegium
confertum með fullþroska gróhirzlum og var fundarstaðurinn
Hrútafell, A.-Eyjafjöllum, Rang. í júlí 1967 fann ég sömu tegund
einnig með gróhirzlum, á röku móbergi á Höfðabrekku í Mýrdal.