Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 60

Náttúrufræðingurinn - 1969, Side 60
102 NÁTTÚ RU FRÆÐ I N GIIR1 N N mörkunum hlaðnir fokefnum, svo að vindrolið hefst þar, hvar sem vindurinn kemst í opið sár í gróðurtorfunni. Roföflin eru því stöð- ugt að brjóta niður efsta hluta áfokssöínunarinnar. Þrátt fyrir sand- fokið nemur þó gróðurinn land á örfoka svæðinu, en þá stöðvast grófustu fokefnin í nýgræðinu. Við það missa roföflin verkfæri sín og jarðvegseyðingin verður þá liægfara eða stöðvast alveg. Fyrr eða síðar hefst svo nýtt jarðvegsrof á nýgróna svæðinu. Þannig d sér slað látlaus hringrás jarðvegseyðingar og uppgrceðslu við gróðurtak- mörkin. Stórfelld jarðvegseyðing byggist á því, að roföflin hafi greiðan aðgang að sandi eða vikri, en aftur á móti verður jarðvegs- rofið hægfara, ef lítið er af þeirn (mynd IV a). Þannig hægfara jarðvegsrof mun hafa verið í gangi rnjög víða í námunda við efstu gróðurtakmörkin, á hæðum og í hlíðum, allt frá þeim tíma, að áfoksjarðvegur tók að myndast á íslandi, en skyndileg aukning vik- urs eða sands breytti því í stórfellda jarðvegseyðingu. Þýðing jarðvatnsstöðunnar Nú mætti ef til vill spyrja, hvort jarðvegseyðingarhringrásin geti stöðvazt, fyrr en allur áfoksjarðvegurinn er gjöreyddur og korninn á haf út. Því er þá til að svara, að ýmis atvik geta stöðvað eyðing- una, og skulu nokkur þeirra tilfærð hér. Gróðurinn nær stundum til að loka rofsárinu, sérstaklega meðan rofbörðin eru lág. Lækir, stöðuvötn og ár verða oft á vegi rofbarðanna, en þau taka við gróf- asta hluta rofsins, svo að jarðvegseyðingin stöðvast við þau. Tví- mælalaust er þó staða jarðvatnsins þýðingarmesta atriðið. Vindrof á sér ekki stað neðan við jarðvatnsborð. Á Jreim svæðurn, Jjar sem berggrunnurinn er nokkuð vatnsþéttur, eru stór svæði Jjakin mýr- um og raklendi. Verulegur hluti fokefnanna stiiðvast í þeim og jarðvegseyðingin stöðvast, a. m. k. svo lengi sem jarðrakinn nær að binda öll fokefnin. Raklendi og mýrar gcta Jsó orðið jarðvegseyð- ingunni að bráð, ef magn fokefnanna er Jsað mikið, að efsti hluti 10. niynd. Fjögur stig í þróuninni, þegar vindrolið eyðir gróðri í lítilli mýri. Örin sýnir ríkjandi vindátt, sem veldur jarðvegsrofinu. Skýringar: A: áfoks- jarðvegur, B: mómýri og C: vatnsþétt undirlag. Rofbarðið er þurrlendi allan tímann. — Four slnges in a deflation of a srnall bog. Explanation: A: loessial soil, B: peat, C: substratum, and tlie arrow: prevailing dry wind direction.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.