Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 72
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
114
um, hvílíkir gífurlegir efnisflutningar eiga sér stað í sambandi við
jarðvegsrofið, en þó er rannsóknarsvæði mitt aðeins örlítið brot af
þeim svæðum, sem orðið hafa jarðvegseyðingunni að bráð á íslandi.
Lokaorð
Er hægt að sporna við og stöðva jarðvegseyðinguna og með hvaða
ráðum? Landgræðslan hefur sýnt það og sannað, að unnt er að
stöðva stórfellt jarðvegsrof og rækta upp örfoka land. Samkvæmt
framanskráðum rannsóknum verður þó jarðvegseyðing aldrei stöðv-
uð að fullu, því að hún er einn liður í náttúrlegri þróuti áfoks-
jarðvegsins, en aftur á móti er það engum vafa undirorpið, að
mögulegt er að breyta stórfelldri jarðvegseyðingu í hægfara jarð-
vegsrof, sem veldur ekki teljandi tjóni. Mjög mikið vantar á, að
fullrannsakað sé, hvaða ráð séu tiltækust og hagkvæmust í barátt-
unni við jarðvegseyðinguna, því að þau munu vera nokkuð breyti-
leg við mismunandi veðráttuskilyrði og á mismunandi jarðgrunni.
Þessi þáttur varð alveg útundan í rannsóknum mínum, eins og
reyndar fjölmargt annað, en að rannsóknunum vann ég með það í
huga, að nauðsynlegt er að Jrekkja eðli og innræti óvinarins til að
sigra hann.
Að lokum vil ég svo nota tækifærið til að þakka þeim fjölmörgu, sem
veittu mér margvislega og ómetanlega aðstoð við þessar rannsóknir. Sérstak-
lega vil ég þakka þeim Dr. Sigurði Þórarinssyni prófessor, Reykjavík, og Dr.
Just Gjessing prófessor, Oslo, fyrir margvíslega fræðilega aðstoð og rökræður.
Einari Gíslasyni, Rannsóknastoíu landbúnaðarins, þakka ég fyrir mikilsverðar
leiðbeiningar við kornastærðarmælingar á áfokinu. Inge Bryhni, cand. real.,
Oslo, þakka ég sérstaklega fyrir kristalgreiningu á áfokssýnunum. Þeim Páli
Sveinssyni, landgræðslustjóra, og Uákoni Bjarnasyni, skógræktarstjóra, þakka
ég sérstaklega fyrir áhuga þeirra og aðstoð við rannsóknirnar. Haukadals-
feðgum, Sigurði og Greipi, þakka ég sérstaklega óþreytandi hjálpsemi við úli-
rannsóknirnar. Að lokum vil ég flytja landbúnaðarráðuneytinu fyrir tilhlutan
Ingólfs Jónssonar, landbúnaðarráðherra, og Vísindasjóði sérstakar þakkir fyrir
veittan fjárhagsstuðning, en hann gerði mér kleift að leggja stund á þessar
rannsóknir.