Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGU RI NN 73 Hvarvetna urn landið blasa við augum verksummerki þau, sem jöklarnir hafa sett á undirlag sitt, svo sem hvalbök, jökulrispur, grettistök, jökulruðningar, malarásar, ásanrt malar- og sandeyrum, sem jökulvötnin byggðu upp. ísland hefur samt þá sérstöðu miðað við önnur jökulsorfin lönd, að um 10% af yfirborði landsins hefur þakizt hraunum eftir lok síðasta jökulskeiðs, auk ýnrissa fleiri um- merkja eltir eldvirkni og misgengi jarðlaga. Vegna heljarfargs jökulhvelsins seig landið nokkuð í sæ á jökul- skeiðunum. Nokkur tími leið, áður en landið lyfti sér í sömu skorð- ur aftur, þegar jöklarnir bráðnuðu, svo að liafið flæddi inn yfir láglendið. Hæstu sjávarmörk frá þeim tíma liafa fundizt í allt að 110 m y. s. (G. Kjartansson 1943), en varla munu þó hafa liðið nema um 1000 ár, þangað til að landið náði aftur sinni núverandi liæð yfir sjó (S. Þórarinsson 1964, Þ. Einarsson 1964). Auk brim- þrepa og lábarinnar malar við fyrrverandi fjöruborð skildi hafið eftir sig verulegt magn af lagskiptum sjávarsetlögum, sandi, mélu og leir. Jurtagróðurinn hefur að öllurn líkindum numið landið nærri því jafnskjótt sem jöklarnir hörfuðu af því. Flestum fræðimönnum ber saman um það, að loftslagsbreytingin hafi verið mjög mikil. Mjög liefur þó landið haft annan svip en nú er, því að enginn var þá áfoksjarðvegurinn og engin var þá mýrin, heldur var yfirborð lands- ins þá aðeins nakin klapparholt, grýttar melöldur, grettistök, malar- og sandeyrar, ásamt tiltölulega sléttum hafsbotni, sem smátt og smátt reis úr hafi. Jarðve gsmyndunin Landið hefur þó furðu fljótt breytt um svip og þá sérstaklega þau svæði, þar sem gróðurinn nam land. Vatnið, frostið og vindur- inn hafa unnið sleitulaust að því að umbreyta landinu, auk fyrr- nefndra afla, eldvirkninnar og misgengis jarðlaga. Jarðvegsmyndunin hefur sennilega breytt mestu um útlit lands- ins. Þurrlendið þaktist smátt og smátt áfoksjarðvegi, en mýrarnar myndnðust, þar sem nægur jarðraki var fyrir hendi. Verksummerki jökulsins hjúpuðust því jarðvegi, sem náði mestri þykkt í lægðun- um, þó að hann sveipaði einnig hæðir og hóla. Undirstaða hans sést þó víða á hæðum og hlíðum, naktar klappir og grýttir melar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.