Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 79

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 79
NÁTTÚ RU FRÆí)IN G U RI N N 121 um efnum (Menyanthin). í henni eru tveir mjög beiskir „glykos- ider“, annar bæði í jarðstöngli og blöðum en hinn aðeins í jarð- stönglinum, sem er sérlega beiskur á bragð. Enn eru blöðin a. m. k. notuð til lyfjagerðar. Þeim er safnað, aðallega á vorin, og þurrkuð (Folia Menyanthes) og síðan unnin lyf úr þeim. Er mest af „gly- kosidunum" í blöðunum á vorin. Seyði af jurtinni hefur einnig verið notað gegn magakvillum o. 11. í reiðingsgrasi er og A fjör- efni, járn og joð. — Á stríðstímum hefur jurtin verið notuð í öl, þegar skortur var á humli. Reiðingsgras vex víða í Evrópu og í hinurn tempruðu löndum Asíu. Einnig í norðanverðri N.-Ameríku. Fáar vatnajurtir vaxa upp fyrir takmörk skóganna, en það gerir reiðingsgrasið, það vex jafnvel í allt að 1150 m hæð yfir sjó á „Harðangursvíddunum“ í Noregi og norður á 69. breiddargráðu i Grænlandi og norður eftir endilöngum Noregi, langt norður fyrir ísland. Hve hátt yfir sjó hafa menn fundið það hér á landi í heiðatjörnum og flóum? Reið- ingsgras er talið skylt maríuvöndum, en þeir eru einnig beiskir á bragð, en annars harla ólíkir fljótt á litið. II. Engjarós. Kallast líka kóngshattur og þrifablaðka og er helzta skrautjurt engjanna, auðþekkt á stórum dumbrauðum blómum, sem eru alveg útbreidd. Engin önnur stór, rauð blóm skarta í votlendinu og munu flestir þekkja engjarósina. Bezt þrífst hún í blautum mýrum og í jaðri tjarna. Niðri í bleytunni vex jarðstöngull, sem er uppsveigður, dökkur á lit, hálftrékenndur og jafnvel með ár- hringum. Talsvert er af sútunarsýru í jarðstönglinum og hefur seyði af honum verið notað gegn niðurgangi og fleiri meltingar- kvillum. Upp af jarðstönglinum vaxa blómstönglar og blaðberandi sprotar. Blómstönglarnir verða 10—45 cm á hæð. Þeir eru upp- sveigðir, greinóttir ofan til og dálítið ranðmóleitir. Blöðin eru stilkuð og stakfjöðruð, á hinum neðstu eru smáblöðin 7; á hinum sem ofar sitja á stönglinum eru þau 5, en hin efstu, rétt neðan við blómin, eru þrífingruð. Á efra borði eru blöðin dökkgræn, en blágræn á neðra borði. Blöðin geta orðið stór, einkum þau neðstu. Á ungum blöðum eru smáblöðin einkennilega samvafin svo þau líkjast ögn fuglsfæti áður en þau springa út. Þess vegna er jurtin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.