Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 79
NÁTTÚ RU FRÆí)IN G U RI N N
121
um efnum (Menyanthin). í henni eru tveir mjög beiskir „glykos-
ider“, annar bæði í jarðstöngli og blöðum en hinn aðeins í jarð-
stönglinum, sem er sérlega beiskur á bragð. Enn eru blöðin a. m. k.
notuð til lyfjagerðar. Þeim er safnað, aðallega á vorin, og þurrkuð
(Folia Menyanthes) og síðan unnin lyf úr þeim. Er mest af „gly-
kosidunum" í blöðunum á vorin. Seyði af jurtinni hefur einnig
verið notað gegn magakvillum o. 11. í reiðingsgrasi er og A fjör-
efni, járn og joð. — Á stríðstímum hefur jurtin verið notuð í öl,
þegar skortur var á humli.
Reiðingsgras vex víða í Evrópu og í hinurn tempruðu löndum
Asíu. Einnig í norðanverðri N.-Ameríku. Fáar vatnajurtir vaxa
upp fyrir takmörk skóganna, en það gerir reiðingsgrasið, það vex
jafnvel í allt að 1150 m hæð yfir sjó á „Harðangursvíddunum“ í
Noregi og norður á 69. breiddargráðu i Grænlandi og norður eftir
endilöngum Noregi, langt norður fyrir ísland. Hve hátt yfir sjó
hafa menn fundið það hér á landi í heiðatjörnum og flóum? Reið-
ingsgras er talið skylt maríuvöndum, en þeir eru einnig beiskir á
bragð, en annars harla ólíkir fljótt á litið.
II. Engjarós.
Kallast líka kóngshattur og þrifablaðka og er helzta skrautjurt
engjanna, auðþekkt á stórum dumbrauðum blómum, sem eru
alveg útbreidd. Engin önnur stór, rauð blóm skarta í votlendinu
og munu flestir þekkja engjarósina. Bezt þrífst hún í blautum
mýrum og í jaðri tjarna. Niðri í bleytunni vex jarðstöngull, sem
er uppsveigður, dökkur á lit, hálftrékenndur og jafnvel með ár-
hringum. Talsvert er af sútunarsýru í jarðstönglinum og hefur
seyði af honum verið notað gegn niðurgangi og fleiri meltingar-
kvillum. Upp af jarðstönglinum vaxa blómstönglar og blaðberandi
sprotar. Blómstönglarnir verða 10—45 cm á hæð. Þeir eru upp-
sveigðir, greinóttir ofan til og dálítið ranðmóleitir. Blöðin eru
stilkuð og stakfjöðruð, á hinum neðstu eru smáblöðin 7; á hinum
sem ofar sitja á stönglinum eru þau 5, en hin efstu, rétt neðan við
blómin, eru þrífingruð. Á efra borði eru blöðin dökkgræn, en
blágræn á neðra borði. Blöðin geta orðið stór, einkum þau neðstu.
Á ungum blöðum eru smáblöðin einkennilega samvafin svo þau
líkjast ögn fuglsfæti áður en þau springa út. Þess vegna er jurtin