Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 69

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 69
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN að langmestu leyti gerzt á sögulegum tíma. Þykknunarhraði áfoks- jarðvegsins segir mikið til urn, hvernig sú þróun hefur gengið fyrir sig. 5. rnynd sýnir, að þykknunarhraði áfoksins hefur þegar fyrir árið 1100 verið farinn að ankast norðaustan til á Haukadalsheiði. Það gefur ótvírætt til kynna, að jarðvegseyðingin hefur aukizt fljótlega eftir landnámið. Þykknunarhraði áfoksins sýnir og ljóslega, að óhemju jarðvegseyðing hefur orðið á 12- og 13. öld. Það má fullyrða, að nærri því allt svæðið milli Hvítár og Árbrandsár hafi orðið því sem næst örfoka á þeim öldum, allt frá Bláfelli og niður fyrir Gullfoss. Einnig munu suðurhlíðar Skálpanesdyngju austan við Jarlhettur og allt suður fyrir Sandvatn hafa eyðzt á þeim tíma. Aftur á móti munu Sandvatnshlíðarnar og verulegur hluti Hauka- dalsheiðarinnar sunnan við Sandvatnið hafa sloppið við þá jarð- vegseyðingarskriðu. Landið var sums staðar byrjað að gróa upp aftur þegar um árið 1300, því að öskulagið Hi;i00 finnst all víða neðst í áfoksjarðveginum, sérstaklega á milli Hvítár og Árbrandsár, en ég hef einnig fundið þess dærni vestan við Árbrandsána. Á 14. ökl fer að draga úr áfokssöfnuninni og þar með úr jarðvegsrofinu, og stór svæði vaxa upp aftur. Samt heldur jarðvegseyðingin áfram sunnan Sandvatnsins, en aftur á móti virðist lítið hafa gengið á Sandvatnshlíðartorfurnar. Ný jarðvegseyðingarskriða hefst síðan aft- ur í lok 17. aldar, og er hún í algleymingi á 18. og 19. öld. Á þess- um tíma eyðist megnið al' Sandvatnshlíðartorfum og það sem eftir var á Haukadalsheiðinni, allt suður á hálendisbrúnina upp af Haukadal. Á 5. mynd koma fram tveir toppar á þykknunarhraða áfoksins eftir 1700. Sá efri þeirra sýnir eyðingu Sandvatnshlíðartorfanna, en sá neðri eyðinguna við hálendisbrúnina. Að öðru leyti sýnir 5. mynd það ljóslega, hvernig jarðvegseyðingin hefur flutzt suðvestur eftir rannsóknarsvæðinu. Auk þess sem jarðvegsrofið á 18. og 19. öld eyddi drjúgum af upprunalega áfoksjarðveginum, þá eyddist og mikið af nýgræðinu á þessum tíma, sérstaklega austan við Ár- brandsána, en þar eru víða rofbörð, þar sem öskulögin H1G03 eða H -| - oo eru neðst í þeim. Það getur varla verið rétt, sem Jarðabókin (1709) segir, að sandur taki að ganga á land Haukadals að norðan, því að jarðvegssniðin sýna Ijóslega, að mikil jarðvegseyðing hefur verið sunnan Sandvatns löngu fyrir 1700. Ummæli þessi sanna því aðeins, að jarðvegseyðingin hefur farið ört vaxandi á þessum árurn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.