Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 69
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
að langmestu leyti gerzt á sögulegum tíma. Þykknunarhraði áfoks-
jarðvegsins segir mikið til urn, hvernig sú þróun hefur gengið fyrir
sig. 5. rnynd sýnir, að þykknunarhraði áfoksins hefur þegar fyrir
árið 1100 verið farinn að ankast norðaustan til á Haukadalsheiði.
Það gefur ótvírætt til kynna, að jarðvegseyðingin hefur aukizt
fljótlega eftir landnámið. Þykknunarhraði áfoksins sýnir og ljóslega,
að óhemju jarðvegseyðing hefur orðið á 12- og 13. öld. Það má
fullyrða, að nærri því allt svæðið milli Hvítár og Árbrandsár hafi
orðið því sem næst örfoka á þeim öldum, allt frá Bláfelli og niður
fyrir Gullfoss. Einnig munu suðurhlíðar Skálpanesdyngju austan
við Jarlhettur og allt suður fyrir Sandvatn hafa eyðzt á þeim tíma.
Aftur á móti munu Sandvatnshlíðarnar og verulegur hluti Hauka-
dalsheiðarinnar sunnan við Sandvatnið hafa sloppið við þá jarð-
vegseyðingarskriðu. Landið var sums staðar byrjað að gróa upp
aftur þegar um árið 1300, því að öskulagið Hi;i00 finnst all víða
neðst í áfoksjarðveginum, sérstaklega á milli Hvítár og Árbrandsár,
en ég hef einnig fundið þess dærni vestan við Árbrandsána. Á 14.
ökl fer að draga úr áfokssöfnuninni og þar með úr jarðvegsrofinu,
og stór svæði vaxa upp aftur. Samt heldur jarðvegseyðingin áfram
sunnan Sandvatnsins, en aftur á móti virðist lítið hafa gengið á
Sandvatnshlíðartorfurnar. Ný jarðvegseyðingarskriða hefst síðan aft-
ur í lok 17. aldar, og er hún í algleymingi á 18. og 19. öld. Á þess-
um tíma eyðist megnið al' Sandvatnshlíðartorfum og það sem eftir
var á Haukadalsheiðinni, allt suður á hálendisbrúnina upp af
Haukadal.
Á 5. mynd koma fram tveir toppar á þykknunarhraða áfoksins
eftir 1700. Sá efri þeirra sýnir eyðingu Sandvatnshlíðartorfanna, en
sá neðri eyðinguna við hálendisbrúnina. Að öðru leyti sýnir 5.
mynd það ljóslega, hvernig jarðvegseyðingin hefur flutzt suðvestur
eftir rannsóknarsvæðinu. Auk þess sem jarðvegsrofið á 18. og 19.
öld eyddi drjúgum af upprunalega áfoksjarðveginum, þá eyddist
og mikið af nýgræðinu á þessum tíma, sérstaklega austan við Ár-
brandsána, en þar eru víða rofbörð, þar sem öskulögin H1G03 eða
H -| - oo eru neðst í þeim. Það getur varla verið rétt, sem Jarðabókin
(1709) segir, að sandur taki að ganga á land Haukadals að norðan,
því að jarðvegssniðin sýna Ijóslega, að mikil jarðvegseyðing hefur
verið sunnan Sandvatns löngu fyrir 1700. Ummæli þessi sanna því
aðeins, að jarðvegseyðingin hefur farið ört vaxandi á þessum árurn.