Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 67
NÁTTÚ RU F RÆ ÐINGURINN
109
komu húsdýrabeitarinnar. Beitin kom víða í veg fyrir sjálfgræðslu
landsins, en það létti mjög roföflunum aðgang að sandi og vikri til
eyðingarstarfseminnar. Þetta atriði er vert að hafa í huga í barátt-
unni gegn jarðvegsrofinu. Það mun reynast dhrifaríkara að rœkta
upp örfoka landið áveðurs við rofbörðin heldur en að berjast við
pau sjálf.
Þcettir úr sögu Haukadalsheiðar
Skal nú vikið nokkrum orðum að sögu áfokssöfnunar og jarð-
vegseyðingar á Haukadalsheiði. 1. mynd sýnir á hvaða stigi þróunin
stóð árið 1960. Verulega mun sú mynd þó frábrugðin því, sem fyrr
hefur verið.
Margir þættir í þróunarsögu áfoksjarðvegsins eru mun auðskild-
ari í ljósi framanskráðra rannsókna. Reikna má með því, að saga
áfokssöfnunarinnar liefjist um leið og landið varð örísa við lok síð-
asta jökulskeiðs. Líklegt er, að jökullinn hafi hörfað af rannsóknar-
svæðinu lyrir tæpum 10.000 árum, en gæti þó verið fyrr. Mæling
jarðvegssniðanna sýnir, að áfokssöfnunin hefur verið tiltölulega hæg
fyrstu árþúsundirnar (4. mynd). Það er sérstaklega athyglisvert, hve
hæg áfoksþykknunin hefur verið neðan við öskulagið H5, en þá
hefði hún átt að vera livað örust, ef jökulminjar og móbergsveðrun
hefði verið uppspretta áfoksins, því að þá lá jarðgrunnurinn miklu
opnari gagnvart veðruninni, áður en hann hjúpaðist blæju áfoks-
jarðvegsins. Miki! samsvörun virðist milli þykkt öskulaga (tafla I)
og þykknunarhraða áfoksins á forsögulegum tíma (tafla II). Þessi
þróun staðfestir mjög vel þýðingu eldfjallaöskunnar í uppbyggingu
áfoksjarðvegsins.
Norðaustlægir vindar er aðalvindrofsáttin á Haukadalsheiði og á
sama hátt hafa norðaustlægir vindar borið mest af áfokinu þangað.
5. rnynd sýnir, að áfokssöfnunin á forsögulegum tíma hefur verið
örust norðan til á lieiðinni, en strax ofan við öskulagið H,, fer að
bera á því, að söfnunarhraði þess hafi aukizt suðvestan í hálendis-
brúninni. Þetta bendir til þess að fljótt hafi farið að bera á tak-
mörkuðu jarðvegsrofi á stöku stað. Jarðvegsrofið mun þó hafa verið
mjög hægfara og bundið við smábletti. Líklegt má þó teljast, að
stórfelld öskugos hafi komið af stað nokkurri jarðvegseyðingu. Til