Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 59
101
N ÁT TÚ RU F RÆ ÐINGURINN
og fjúka burt við minnsta vindblæ, ef eitthvað losnar um þær. Frost-
veðrunin, regndroparnir og fótatraðk dýra losa mjög auðveldlega
um efsta lag moldanna, sem þá þornar og blæs í burtu. Þannig
eyðast moldirnar smátt og smátt og vatnsrofið hjálpar þar oft til.
Grófasti hluti fokefnanna fellur fyrst til jarðar og magn þeirra
verður einnig mest næst uppsprettu þeirra. Þykknunarhraði áfoks-
jarðvegsins er því mestur næst meginuppsprettum fokefnanna, og
þar er hann jaínframt grófastur. Jarðskrið sandfoksins berst einnig
lítið eitt inn á gróðursvæðin. Áfoksjarðvegurinn hefur því alltaf
verið þykkastur við gróðurmörk miðhálendisins og við alla jrá staði,
J^ar sem stórfellt jarðvegsrof hefur átt sér stað, og jafnframt er hann
veikbyggðastur Jrar.
Jarðvegsrofið
Vindur og vatn eru Jrau roföl'l, sem stöðugt hafa herjað á áfoks-
jarðveginn. I sjálfu sér valda Jrau aðeins mjög hægfara rofi, en um
leið og Jrau fá sand eða vikur sem verkfæri í hendurnar, Jrá geta
Jrau orðið að stórvirku eyðingarafli. Á gróðursvæðunum bindur
rótakerfi jurtanna efsta hluta áfoksjarðvegsins og verndar hann
gegn vindrolinu, meðan gróðurtorfan er heil og samfelld. Allt öðru
máli gegnir með vatnsrofið. Það getur flutt sandinn, graftæki sitt,
langar leiðir, og þess eru fjölmörg dæmi, að vatnið hefur grafið
langa skurði í áfoksjarðveginn í einni vorleysingu eða einni stór-
rigningu. Stórfellt vindrof verður Jrví aðeins við útjaðra gróður-
svæðanna, Jiar sem vindurinn hefur greiðan aðgang að sandi, og
sár liala opnazt í gróðurtorfuna. Vatnsrásirnar skilja stöðugt el'tir
opin sár fyrir vindrofið. Þar sem vindrofið og vatnsrofið hafa lít-
inn sem engan aðgang að sandi verður jarðvegsrofið hægfara og
landnám gróðursins fylgir Jrá rofbarðinu (mynd IV a), svo að ])ar
er um mjög litla gróðureyðingu að ra:ða.
Af framangreindum ástæðum geta gróðurmörk stórra gróðurvana
svæða aldrei verið í fullkomnu jafnvægi, því að stöðugt veðrast
úr rofbörðunum. Þetta á Jró sérstaklega við um efstu gróðurtak-
mörkin á hálendinu, þar sem áfoksjarðvegurinn er sérstaklega veik-
byggður. Auk jæss fá roföflin Jiar stöðugt ný verkfæri í héndur.
Vindar Jaeir, sem blása af hálendinu, eru yfirleitt þurrir og eiga
því auðvelt með að losa um fokefnin. Þeir koma að gróður-