Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 36
78 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN andi hálendismegin við aðalrofbörðin og á þeim svæðum, þar sem jarðvegseyðingin hefur nýlega átt sér stað, því að þar eru víða moldir eftir. Helztu moldasvæðin eru sýnd á 1. mynd. Aftur á móti sést varla foksandur á þeim svæðum, þar sem jarðvegseyðing- in hefur verið alger. Þar er landið aðeins þakið möl og grjóti ásamt nöktum klapparholtum (mynd II a og b). Landið er þá nefnt örfoka, og það minnir á þau svæði Sahara eyðimerkurinnar, sem nefnd eru reg eða serir. Aðaluppspretta sandfoksins er því í ná- munda við rofbörðin og á moldunum, og foksandurinn þar er fyrst og fremst vikur, sóttur í grófari hluta öskulaganna. Auk þess gefa aurar Farsins við Sandvatn (mynd II a) og gamli Hagavatnsbotn- inn tilefni til foksandsmyndunar, enda munu Sandvatnsaurarnir liafa orðið afdrifaríkir fyrir jarðvegseyðinguna á Haukadalsheiði. Hvergi hafa þó myndast eiginlegir roksandshólar (dunes), heldur liafa aðeins myndazt sandskaflar hlémegin við mishæðir og steina. Þessir sandskaflar eyðast aftur, þegar aðflutningurinn á nýjum sandi frá jarðvegseyðingunni minnkar og landið verður örfoka. Steinar og klappir bera víða augljós merki um vindsvörfun (corra- sion), þar sem landið er örfoka (mynd III b). Það leynir sér ekki, hvaða vindátt veldur sandfokinu, því að norðausturhliðar stein- anna eru fægðar, gljáandi og stálgráar á lit, meðan hinn matti, grá- brúni veðrunarlitur basaltsins varðveitist á suðvesturhliðum þeirra. Samuelsson (1925) benti m. a. á þetta atriði. Foksandurinn berst stöðugt yfir á gróðursvæðin, þar sein hann sezt að. í rofbörðunum á aðalvindiofssvæðunum má hvarvetna sjá meira og minna af gróf- um foksandslögum, en þau ná mjög misjafnlega djúpt niður í áfoks- jarðveginn, og er það nokkur mælikvarði á það, hvenær stórfelldir sandbyljir hófust á þeim slóðum. í grófum dráttum má segja, að foksandslögin nái því dýpra niður í áfoksjarðveginn því lengra sem dregur til norðausturs á Haukadalsheiðinni. Öskulagatímatalið Eins og í öðrum eldfjallalöndum, eru alls staðar á íslandi fleiri og færri öskulög í þeim setlögum, sem hafa byggzt upp á staðnum, ekki hvað sízt í áfoksjarðveginum og mýrum. Það er orðið langt síðan að íslendingum varð ljós uppruni öskulaganna. Að minnsta kosti skrifar Gísli Oddsson, Skálholtsbiskup, svo árið 1638 í bók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.