Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 36

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 36
78 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN andi hálendismegin við aðalrofbörðin og á þeim svæðum, þar sem jarðvegseyðingin hefur nýlega átt sér stað, því að þar eru víða moldir eftir. Helztu moldasvæðin eru sýnd á 1. mynd. Aftur á móti sést varla foksandur á þeim svæðum, þar sem jarðvegseyðing- in hefur verið alger. Þar er landið aðeins þakið möl og grjóti ásamt nöktum klapparholtum (mynd II a og b). Landið er þá nefnt örfoka, og það minnir á þau svæði Sahara eyðimerkurinnar, sem nefnd eru reg eða serir. Aðaluppspretta sandfoksins er því í ná- munda við rofbörðin og á moldunum, og foksandurinn þar er fyrst og fremst vikur, sóttur í grófari hluta öskulaganna. Auk þess gefa aurar Farsins við Sandvatn (mynd II a) og gamli Hagavatnsbotn- inn tilefni til foksandsmyndunar, enda munu Sandvatnsaurarnir liafa orðið afdrifaríkir fyrir jarðvegseyðinguna á Haukadalsheiði. Hvergi hafa þó myndast eiginlegir roksandshólar (dunes), heldur liafa aðeins myndazt sandskaflar hlémegin við mishæðir og steina. Þessir sandskaflar eyðast aftur, þegar aðflutningurinn á nýjum sandi frá jarðvegseyðingunni minnkar og landið verður örfoka. Steinar og klappir bera víða augljós merki um vindsvörfun (corra- sion), þar sem landið er örfoka (mynd III b). Það leynir sér ekki, hvaða vindátt veldur sandfokinu, því að norðausturhliðar stein- anna eru fægðar, gljáandi og stálgráar á lit, meðan hinn matti, grá- brúni veðrunarlitur basaltsins varðveitist á suðvesturhliðum þeirra. Samuelsson (1925) benti m. a. á þetta atriði. Foksandurinn berst stöðugt yfir á gróðursvæðin, þar sein hann sezt að. í rofbörðunum á aðalvindiofssvæðunum má hvarvetna sjá meira og minna af gróf- um foksandslögum, en þau ná mjög misjafnlega djúpt niður í áfoks- jarðveginn, og er það nokkur mælikvarði á það, hvenær stórfelldir sandbyljir hófust á þeim slóðum. í grófum dráttum má segja, að foksandslögin nái því dýpra niður í áfoksjarðveginn því lengra sem dregur til norðausturs á Haukadalsheiðinni. Öskulagatímatalið Eins og í öðrum eldfjallalöndum, eru alls staðar á íslandi fleiri og færri öskulög í þeim setlögum, sem hafa byggzt upp á staðnum, ekki hvað sízt í áfoksjarðveginum og mýrum. Það er orðið langt síðan að íslendingum varð ljós uppruni öskulaganna. Að minnsta kosti skrifar Gísli Oddsson, Skálholtsbiskup, svo árið 1638 í bók

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.