Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 1969, Page 33
NÁTTÚRUFRÆÐI N GU RI N N 75 1960), svo að uppruni þess er að öllunr líkindum hinn sami. Jarð- vatnsstaðan ein virðist hafa ráðið, livort á staðnum hefur myndazt áfoksjarðvegur eða mýri. llæði áfoksjarðvegurinn og mýrarjarðveg- urinn virðast án sýnilegra tengsla við undirlag sitt. Að öllu pessu athuguðu er vindurinn eina hugsanlega aflið, sem getur hafa dreift honum þannig. Steinefnainnihald íslenzka jarðvegsins er því til- komið við dfok (aeolian sediment). Flestir þeir vísindamenn, senr unr þessi mál lrafa ritað, hafa verið sammála unr þetta atriði. Um 3.6% af þurrlendi jarðar er þakið áfoksjarðmyndunum. Þær er fyrst og fremst að finna umhverfis eyðimerkurnar í heitari lönd- unr, en þær finnast einnig á allbreiðu belti r Evrópu og Anreríku sunnan við hámarksútbreiðslusvæði nreginjöklanna á undangengn- um jökulskeiðum. Á eyðimerkursvæðunum er veðrun bergtegund- anna mjög ör, svo að þær verða látlaus uppspretta fokefna. Áfoks- myndanirnar í kaldari löndum eru aftur á móti arfur frá jökul- skeiðunum. Uppspretta þess áfoks voru gróðurvana svæði meðfram jökuljaðrinum, þar sem jökulárnar byltust yfir víðáttumikla sanda og jökullón nrynduðust og Jrornuðu á víxl. Þar var það jökullinn, sem lagði til fokefnin, en jökulárnar og vötnin sáu um flokkun þess, svo að vindurinn gæti séð um flutninginn. Á vísindamáli lrafa slík- ar jarðmyndanir verið nefndar löss (e. loess, þ. löss). Samt sem áður liggur það alls ekki ljóst fyrir, hvernig skuli skilgreina það hug- tak, því að nokkuð ber á milli hjá mismunandi höfundum. Surnir höfundar vilja nefna allt áfok því nafni (Moore 1962), en aðrir höfundar gera kröl'ur til ákveðinnar efnasamsetningar, til að jarð- myndunin geti talizt löss, og Jrá sérstaklega að hún innihaldi kalk og feldspata (Van Engeln 1952). Islenzki jarðvegurinn fellur undir hugtakið löss í víðtækustu merkingu þess orðs, þar eð hann er vindflutt set með mjög svip- aða eðliseiginleika og aðrar lössmyndanir (S. Emilsson 1931, B. Jóhannesson 1960). Efnasamsetning hans er aftur á móti verulega frábrugðin þeirri, sem margir höfundar telja, að löss þurfi að hafa, og þá sérstaklega hve lítið kalk (CaCO;!) er í honum. Islenzki áfoks- jarðvegurinn mun að mjög verulegu leyti vera byggður upp úr eldfjallaösku, eins og síðar verður rætt 1 þessari grein. Það mætti Jrví vel hugsa sér að nefna hann eldfjallalöss (volcanic loess). í íslenzku máli hefur það einnig verið mjög á reiki, hvaða hug- tök hafa verið notuð yfir áfoksjarðveginn. Ég hef valið þann kost,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.