Náttúrufræðingurinn - 1969, Blaðsíða 39
N ÁT T Ú R U F RÆ ÐI N G U 1< I N N
81
þegar þau féllu. Öskulögin H1104 og H1300 eru lang þykkust á
norðaustur hluta svæðisins, en finnast aftur á nróti varla á suðvest-
ur hluta þess. Þetta sýnir, að umrætt rannsóknarsvæði liggur í út-
jaðri öskugeiranna frá þessum gosum. Öskulögin H3, H4, H5, f,
g, h og x liggja mjög reglulega og nær lárétt í jarðveginum, en
það þýðir, að þau hafa fallið á auða jörð. Jafnframt sýna þau, að
þúfnamyndun hafi engin verið á þessum tímum og landið að öll-
um líkindum skógi vaxið, því að annars hefðu þau fokið meira
til. Aftur á móti liggja öskulögin H1093, K1721 og H1700 öldótt
í jarðveginum og eru þykkust í lægðum. Þetta sýnir, að landið hef-
ur verið þýft og skóglaust, þegar þau féllu, enda er það í fullu sam-
ræmi við sögulegar heimildir (Árni Magnússon 1709). Öskulögin
i, k og y:, liggja mjög óreglulega í jarðveginum, þannig að stund-
um koma þau fram í þykkum haugum, en annars staðar vantar
þau alveg. Þau liafa því að öllum líkindum fallið á þykkan snjó,
og snjóleysingin þá orsökin að þessari óreglu. Öskulögin e, I, og
Híior eru víða mjög trufluð og óregluleg í jarðveginum, þó að
annars staðar liggi þau mjög reglulega. Víða má sjá, að þau liafa
misgengið og jafnvel hrærzt saman. Þetta bendir til, að sú röskun
á jafnvægisástandi gróðursins, senr landnámið leiddi af sér, ásamt
eyðingu birkiskóganna hafi valdið miklu jarðskriði (solifluction) í
áfoksjarðveginum. Einnig er það ekki ósennilegt, að gróðurinn lrafi
alveg eyðzt á blettnm og eitthvað jafnvel blásið upp, þó að gróður-
inn hafi grætt þau sár á nýjan leik.
Mœling jardvegssn iða
Mæld voru jarðvegssnið á 36 stöðum á rannsóknarsvæðinu. Þau
liggja öll á svæði jrví, sem sýnt er á 1. mynd, nema jarðvegssniðið
Hl, sem tekið var nyrzt á Laugafelli í Haukadal. Var það gert til
að fá samanburð á myndunarhraða áfoksjarðvegsins, þegar kornið
væri niður á lágsléttuna. Á hverjum mælistað var leitazt við að
mæla á sama stað heildarþykkt áfoksjarðvegsins allt frá lokum síð-
asta jökulskeiðs, en það reyndist því miður ekki alls staðar hægt
ýmissa hluta vegna. Jarðvegssniðin Hc, Hd, Hsk, Hag og Hö, sem
öll eru mæld í rofabörðum, voru aðeins mæld niður fyrir lancl-
námslagið (L). í neðsta hluta jarðvegssniðanna EIi, Hn, Hr og Hac
komu fram sand- og mélulög, sem greinilega höfðu borizt þangað