Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 7
3. mynd.Eldfjallið Tamb-
ora, séð úr bandarísku
geimferjunni Challenger.
Eldfjallið myndar allan
skagann en í miðju sést
askjan sem er um 8 km í
þvermál.
íjall i Austur-Indíum, sennilega um
4000 m hátt því það var talið hærra en
eldíjallið Rinjani á eynni Lombok, sem
er 3726 m. Nú er hæsta brún Tambora-
öskjunnar 2850 m yfir sjó (4. mynd)
og hefur fjallið því lækkað um meira
en einn kilómetra í gosinu.
Þar sem vegir eru engir kringum
íjallið reyndist okkur hagstætt að
t’yg&ja fyrsta leiðangur okkar aðallega
á bátsferðum með ströndum Tambora-
skagans. Við leigðum því vélbát á
Sumbawa með þriggja manna áhöfn og
höfðum bækistöð okkar um borð, milli
ferða inn í frumskóginn og upp á fjall-
ið. Fyrst könnuðum við jarðmyndanir
frá gosinu 1815 meðfram ströndinni.
Rannsóknir okkar sýna að í heild er
gossagan fremur einföld og auðvelt að
tengja öll gjóskulögin við samtíma-
lýsingar á gosinu (5. rnynd). Neðst eru
tvö vikurlög, sem við gátum rakið víðs
vegar um eyjarnar fyrir vestan Tamb-
ora, en þessi vikur og aska barst með
vindi i heiðhvolfinu til vesturs frá
fjallinu. Vikurlögin tvö má rekja til
gjóskufalls í plínísku gosunum 5. og
10. apríl sem greint er frá í sögulegum
heimildum (6. mynd).
Kornastærð í gjóskufalli frá plínísku
gosi veitir mikilsverðar upplýsingar um
kraftinn í gjóskustróknum. Við mæld-
um því stærð vikurmola og steina í plín-
ísku lögunum víðs vegar um eyjarnar
og gátum á þann hátt ákvarðað að
strókhæðin var um 33 km í gosinu 5.
apríl og um 43 km hinn 10. apríl (Har-
aldur Sigurdsson og Carey 1989).
Sömu mælingar sýna að kvikustreymi
upp um gígopið var 1,1 • 10K kg/sek og
2,8-108 kg/sek í þessum plínísku
gosum en kraftur í seinna gosinu óx
þar til það breyttist í gjóskuflóð (1.
mynd). Við höfum sýnt fram á að þá
hafi streymið verið urn 5-108 kg/sek
og haldist óbreytt allt til gosloka, þrem
dögum seinna. Það er erfitt að átta sig
á svo stórum tölum en þetta kviku-
streymi er til dæmis tíu sinnum meira
en hámarksrennsli stærstu Skeiðarár-
129