Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 14
umst með ferðum dádýrahjarðarinnar sem hefst við í fjallinu og við tjörnina. Að öðru leyti var botninn eyðimörk, varla stingandi strá nokkurs staðar. I suðvesturhluta öskjunnar er trakí- basalt-hraungúll, nefndur Doro Api Toi („Litlakúla"), sem hefur myndast ein- hvern tíma milli 1847 og 1913. Hann er nú um 100 m í þvermál og 12 m á hæð og undan gúlnum hefur runnið 200 m langt apalhraun til austurs. Arið 1947 var gúllinn 60 m á hæð og er hann því greinilega að hverfa undir skriður og aurframburð sem sífellt gengur niður úr þverhniptum öskju- veggnum fyrir ofan. I norðausturhluta öskjunnar fundum við mjög unglegan hrauntaum, um 1 km á lengd, sem ekki hefur verið getið áður og því sennilegt að hafi myndast í gosi á síðustu ára- tugum. Askjan fyllist því mjög hratt af hraunum, möl og öðrum framburði og við áætlum að hún grynnist að meðal- tali um 0,5 til 1 m á ári. A meðan við dvöldumst í öskjunni var stöðugt grjót- hrun og skriðuföll úr hömrunum, þó aðallega úr tveim giljum sem eru mynduð af miklu misgengi er skerst þvert yfír öskjuna. A grundvelli ferða okkar niður í öskjuna gátum við sett fram heildar- mynd af þróun eldfjallsins, sem byggist á lagskiptingu í hömrunum (9. mynd). I upphafi myndaðist Tambora sem eldkeila, hlaðin upp af fjöl- mörgum hraunum og gjóskulögum. Þá myndaðist fyrsta askjan í ijallið, svipuð að stærð og askjan frá 1815 en aðeins grynnri og liggur norðvestar. Hraunrennsli innan öskjunnar fyllti hana smátt og smátt en elstu hraunin innan gömlu öskjunnar eru um 50.000 ára. Því næst varð sprengigos í öskjunni sem myndaði svartan túff- hring af hverfjallsgerð. Yngsta gos- myndunin í gömlu öskjunni er brún gjóska, mynduð í nokkrum plínískum sprengigosum. Þau elstu eru um 5900 ára en hið yngsta 1210 ára. Þetta var síðasta eldvirkni í Tambora fyrir gosið mikla 1815 og var því nær 1100 ára goshlé á undan því. Á meðan við unnum að rannsóknum niðri í öskjunni var aðalumræðuefnið hvernig við kæmumst upp aftur. Það var útilokað að fara sörnu leið til baka, þar sem einstigið var horfið, og því ekki um annað að ræða en að klífa hamrana þar sem við höfðum komist í hann krappan árið 1986. I þetta sinn vorum við lausir við vatnsbyrðar en í staðinn voru allir pokar fullir af merki- legu grjóti. Fyrir sólarupprás á ijórða degi lögðum við af stað upp úr öskjunni og þræddum gömlu leiðina frá 1986 upp hamrana. Klifrið var strembið en ekkert sögulegt gerðist og við komumst alla leið upp á öskju- brúnina upp úr hádegi. Næsta dag felldum við tjöldin í bækistöð okkar á öskjubrúninni og lögðum af stað niður fjallshlíðarnar, í faðm frumskógarins og heim á leið. ÁRIÐ SUMARLAUSA Meginástæðan fyrir rannsóknum mínum á Tambora var leit að tengslum milli gossins og veðurfarsbreytinga og harðinda sem urðu árin á eftir, einkum í Norður-Ameríku. Margt hefur verið skráð um þessa loftslagssveiflu og ný- 9. mynd. Þróun Tambora má skipta í sex stig. Eftir upphleðslu eldkeilunnar mynd- aðist fyrsta askjan (2), sennilega fyrir um 43.000 árum. Hún fylltist smám saman af hraunum (3). Þá tók að gjósa basískri ösku og upp hlóðst túff-hringur af hverfjalls- gerð (4). Er askjan var rétt orðin barmafull varð plínískt sprengigos, sem myndaði gjóskulag (5) sem er um 1200 ára gamalt. Þetta var síðasta virkni í fjallinu fyrir gosið mikla 1815. I kjölfar þess mynd- aðist svo núverandi askja en á botni hennar eru nú farin að renna ný hraun. 136
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.