Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 17

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 17
júlí og seinni hlutann í ágúst og septem- ber sem skiptu sköpum og spilltu akur- yrkju. Það var því óvenju skammur sprettutími sem einkenndi þetta ár (10. mynd) og af þeim sökum hlaut það heitið „árið sumarlausa“ meðal al- mennings í Nýja-Englandi. Sprettu- tíminn árið 1816 er sá langstysti sem skráður hefur verið. í meðalári var sprettutíminn 120 til 160 dagar en árið 1816 styttist hann niður í 70 daga í Maine, 75 daga í New Hampshire og 80 daga í Massachusetts, eða um 40 til 50%. í New Haven, Connecticut, var síðasta frost vorsins 1816 hinn 11. júní og fyrsta frost haustsins 22. ágúst og er hvort tveggja einsdæmi. Bændur í Nýja-Englandi urðu svo illa úti á árunum 1815 til 1817 að margir tóku sig upp, yfírgáfu jarðir sínar og gerðust landnemar í vestur- ríkjunum í von um betri afkomu. Nýja- England hafði verið tiltölulega þétt- býlt fyrir þennan fólksflótta en margar jarðir sem voru í ábúð fram undir 1816 hafa aldrei byggst aftur. Það er þvi algengt, þegar farið er um skógana í Nýja-Englandi í dag, að gengið sé fram á forna grjótgarða og bæjartóftir frá þessum tíma. UPPÞOT í EVRÓPU I maí 1815 fór að sjást óvenjulitríkt sólsetur og rauður og bleikur himinn í Englandi. Þetta fyrirbæri náði hámarki í september og var eins og himinninn stæði í ljósum logum. Orsök þessa mikla og óvenjulega kvöldroða má rekja til móðunnar frá Tambora- gosinu, sem náði upp í heiðhvolfið, en í móðunni síastbláleitirgeislar sólar- •jóssins út og þeir rauðu og gulleitu verða yfirgnæfandi. Samfara þessum fögru ljósfyrirbærum var móðan einnig að byrja að hafa áhrif á varmageislun sólar til jarðar, eins og fram kom síðar. Guiot (1992) telur að fjögur köldustu árin í Evrópu hafi verið 1081, 1454, 1703 og 1816, og var hitinn þau ár um 3°C undir meðallagi allt frá Bretlands- eyjum og suður til Túnis. Hið óvenju- lega tíðarfar í Evrópu árið 1816 hefur verið tengt breytingum á háþrýsti- svæðinu sem að jafnaði ríkir yfir haf- svæðinu umhverfís Asoreyjar. Þetta ár virðist Asoreyjahæðin hafa horfið al- gjörlega með þeim afleiðingum að óvenjudjúpar lægðir bárust inn yfir Mið-Evrópu og fluttu þær heimskauta- loft sunnar en nokkurn tíma áður. Við það fluttist íslandslægðin suður undir Bretlandseyjar (Kington 1992). Á Englandi var allt sumarið afleitt og þar mældist meðalhiti júnímánaðar 1816 lægri en nokkru sinni, eða 12,9°C (Manley 1946). Kuldi og skýjað veður og þrálát vestanátt ríkti í Frakklandi vorið 1816 og sumarið var afleitt. Þetta haust varð vínuppskeran í Frakklandi seinni en nokkurn tíma fyrr eða síðar (11. mynd), eða í nóvember í Mið- og Norður-Frakklandi, í þeim héruðum þar sem vínberin höfðu ekki þegar frosið (Ladurie 1971). Júnímánuður var 3,5 stigum kaldari en í meðalári, ágúst 2,8 stigum og september 1,6 stigum kaldari. Þetta kalda sumar dvaldi enska skáldið Byron lávarður í sumarleyfí sínu við Genfarvatn í Sviss, ásamt hinni átján ára gömlu Mary Shelley og öðrum vinum. „í fyrstu eyddum við deginum úti á vatni eða á gönguferðum með ströndum vatnsins ... En það var óvenjurakt og leiðinlegt sumarveður og oft vorum við innilokuð dögum saman vegna stöðugra rigninga“ ... „Nú búum við til draugasögur“ sagði Byron. Þannig urðu til hrollvekju- sögurnar um Frankenstein eftir Mary Shelley og Blóðsugan eftir John Polidori, en hann var læknir skáldsins. í Þýskalandi var uppskerubresturinn sá allra versti sem um er vitað. Napó- 139
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.