Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 20

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 20
1816 var yfírleitt stormasamt og óvenjulega umhleypingasamt. I Vík í Mýrdal byrjaði septembermánuður með hörðu frosti. Hin slæma tíð hafði mjög mikil áhrif á landbúnað. Þannig varð grasspretta víða undir meðallagi á Norðurlandi og víða um land var erfítt að ná inn heyjum vegna úrkomu. Garð- yrkja brást algjörlega þetta sumar. Til dæmis getur Jón Espólín sýslumaður í Viðvík þess að garðar hafí lítið gefíð af sér vegna óveðra og storma. Einnig var farandsjúkdómi kennt um, sem plagaði marga allt sumarið og truflaði bæði uppskeru og heyskap. Um veturinn reyndist erfítt að halda skepnum á fóðrum og eitthvað fórst af útigangsgripum því vetrarbeit brást al-gjörlega. A Snæfellsnesi lýsir Sigurður Guðlaugsson sýslumaður miklum fæðuskorti meðal fólks um veturinn. Ekki bætti úr skák að fiskafli brást þar sem ísalög voru mikil á Breiðafirði og erfítt að sækja sjó vegna veðra. Allt bendir því til að veturinn 1816-1817 hafí verið óvenjuharður á Islandi. Jón Espólín sýslumaður í Við- vík taldi hann vera sambærilegan við hörkuveturinn 1784 (í kjölfar Móðu- harðinda) og veturinn 1802. INDLAND OG KÓLERUPLÁGAN Af eðlilegum ástæðum höfum við aðallega upplýsingar um veðurfar á Vesturlöndum þetta ár en áhrifa Tambora-gossins varð þó vart um allan heim. Síðustu vikuna í apríl 1815 kóln- aði skyndilega í Madras á Indlandi, sem er vafalaust afleiðing af því að þá barst gjóskuský Tambora-gossins yfír Indland, á vesturleið um heiðhvolfíð. I byrjun vikunnar var hiti að morgni dags 11°C en í vikulok hafði hann hrapað niður í -3°C. Veðurfar á Ind- landi, einkum í Gangesdalnum, breytt- ist verulega sumarið 1815 þegar regn- tímanum fylgdi óvenju kalt og rakt tímabil sem varaði þar til veturinn 1818 (Wilson 1992). Sumarið 1816 varð aftur vart við frost í Madras, sem er algjört einsdæmi. Árið 1817 braust út óvenjuskæð kóleruplága, fyrst í Jessore og svo víðar á Indlandi, og hefur oft verið talið að afleitt veður- far hafí hleypt henni af stað (Durey 1979). Þessi faraldur breiddist hægt og sígandi út um Asíu en barst að lokum alla leið til Bretlands árið 1831. TENGSLIN VIÐ TAMBORA Kuldanum sem lagðist yfír Nýja- England og önnur héruð Norður-Amer- íku fylgdi óvenjuleg móða í lofti, ólík þoku eða skýjafari þar sem móðan var þurr. Thomas Mitchell lýsti móðunni sem lagðist yfir New York vorið og sumarið 1816 sem „eins konar reyk- kenndri þoku sem var þó ekki rök og líktist mikið reykmóðunni sem lagðist yfír Evrópu þrjátíu árum fyrr“ (Post 1977). Þar vitnar hann óbeint í at- huganir Benjamíns Franklins á móð- unni sem barst til Evrópu frá gosinu mikla í Lakagígum 1783 (Franklin 1784). Þannig var móðan og þar með loftslagsbreytingarnar óbeint sett í samband við eldgos strax árið 1816 en ekki voru þó þessi fyrirbæri sett í samband við Tambora-gosið fyrr en miklu síðar, eða árið 1883. Hugmyndir um áhrif eldgosa á lofts- lag má rekja allt aftur til Rómaveldis. Árið 44 fyrir fyrir Krist varð mikið gos í Etnu á Sikiley. Gosmökkurinn skyggði á sólu um tíma í Róm, rétt í þann mund er Júlíus Sesar var drepinn og var því fall keisarans strax sett í samband við gosið (Forsyth 1988). Plútark skrifar að sólargeislarnir hafí verið svo daufír og kaldir af völdum gosmóðunnar að ávextir hafí ekki þroskast en skrælnað á trjánum „af sökum kulda loftsins“. Ymsar heimildir sýna að tíð var slæm með 142
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.