Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 24
kom upp í gosinu samsvarar það 1,75-10" kg af brennisteinsmóðu (Har- aldur Sigurðsson og Carey 1992). Fyrst var áætlað að brennisteinsmóðan frá gosinu væri 1,510" kg en það var byggt á brennisteinsfráviki í jökul- ísnum frá árunum 1816 og 1817 (Hammer o.fl. 1980). Tambora-gosið 1815 er annað af aðeins tveimur gosum sem hafa skilið eftir brennisteinsfrávik bæði í isnum á Grænlandi og á Suður- skautslandinu. Hitt gosið varð 1259 e.Kr. og er uppruni þess enn ókunnur. Eftir seinni mælingar á sýrumagni í ísnum hefur Tambora-móðan stækkað nokkuð, eða upp í 3-10" kg, eða 300 milljón tonn af brennisteinssýru (Lang- way o.fl. 1988). Á Suðurskautslandinu byrjaði brennisteinsmóðan að falla út úr lofthjúp jarðar tveim árum eftir gosið, eða árið 1817, og lauk því sýru- regni árið 1820. Ekki hafa enn fundist vísbendingar um hitasveiflur á Suður- skautslandinu í kjölfar gossins með mælingum á súrefnissamsætum í ísnum (Thompson og Thompson 1992). Við rannsóknir á glerinnlyksum kom fram að klórmagn kvikunnar var miklu hærra en brennisteinsmagnið og að hún var einnig flúorrík. Þannig er áætlað að um 10" kg klór og 7-10'° kg flúor hafí borist frá gosinu upp í lofthjúpinn (Haraldur Sigurðsson og Carey 1992). Þessar niðurstöður koma á óvart því ekki hefur fundist neitt magn af halógenum meðbrennisteinsfrávikinu í Grænlandsjökli eða á Suðurskautsland- inu. Það bendir til að halógenarnir, sem ekki eru eins reikulir og brenni- steinn, hafí ekki borist upp í heið- hvolfíð sem gas heldur fallið með ösk- unniígrennd við fjallið. Eins og greini- lega kom fram í Heklugosinu 1970 drekkuraskan á sig klór- og flúorsam- bönd úr gosmekkinum og er því ekki við að búast að þau efni berist langt út í lofthjúpinn (Níels Óskarsson 1980). SÓLBLETTIR TIL VIÐBÓTAR Harðindaárin sem fylgdu Tambora- gosinu 1815 voru einstök en til að átta sig á þessum atburðum er nauðsynlegt að líta á þau í samhengi við lang- varandi loftslagsbreytingar. Á tíma- bilinu frá um 1430 til 1850 var árferði óvenjuslæmt á norðurhveli jarðar og er þessi kaldi tími oft nefndur Litla ís- öldin. Á Islandi var hafís oft landfastur á þessum tíma og einnig skriðu jöklar fram á 18. og 19. öld. Harðindi voru tið og fólksfækkun töluverð á öldunum milli 1400 og 1800 (Sigurður Þórarins- son 1974). Það er augljóst að breyt- ingar á veðurfari eru á einhvern hátt tengdar geislunarvarma sólarinnar, annaðhvort vegna breytinga sem eiga sér stað í lofthjúpnum sjálfum eða vegna breytinga á því geislamagni sem berst að ytri mörkum lofthjúpsins, þ.e. breytingum á „sólstuðlinum“. Sveiflur í veðurfari hafa verið tengdar kerfís- bundnum breytingum á íjölda sól- bletta, sem hefur mjög reglubundna tuttugu og tveggja ára sveiflu. Frá um 1645 til 1715 fækkaði sólblettum mjög og þeir hurfu nær algjörlega af skífu sólarinnar og er þetta tímabil jafnan nefnt „Maunder-lágmarkið“. Á sama tíma náði Litla ísöldin hámarki og hefur af þeim sökum verið álitið að sólblettir gefí vísbendingu um orku- strauminn frá sólinni, sem jafnframt hefur áhrif á veðurfar á jörðinni. (Þess ber þó að gæta að þótt fylgni virðist vera milli sólbletta og veðurfars hefur ekki enn verið sýnt fram á bein tengsl þar á milli.) Auk Maunder-lágmarksins er tímabilið 1790 til 1830 sérstaklega snautt af sólblettum og er það kallað Litla Maunder-lágmarkið eða Dalton- lágmarkið. Það er því hugsanlegt að árferði hafí farið versnandi vegna breytinga á sólstuðlinum og að brenni- steinsúðinn frá Tambora-gosinu hafi síðan gert illt verra. 146
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.