Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 25
LOKAORÐ
Síðustu hundrað árin hefur meðalhiti
við yfirborð jarðar vaxið jafnt og þétl
og er þar aðallega kennt um
svonefndum gróðurhúsaáhrifum sem
orsakast af auknu magni kolsýru í
15. mynd. Hitabreytingar af völdum goss-
ins í Pinatubo á Filippseyjum 1991.
Punktalínan sýnir upphaf gossins, 15. júní.
Efsta myndin sýnir hlýnun í heiðhvolfi af
völdum gossins en mið- og neðsta myndin
sýna kólnun í veðrahvolíi og við yfirborð
jarðar fyrstu árin eftir gos. Mælingar í
heiðhvolfí og veðrahvolfi eru gerðar með
gervitunglunr en yfirborðsmælingar eru
frá veðurathugunarstöðvum um heim allan
(Hansen o.fl. 1993).
andrúmsloftinu og þar með brennslu á
olíu, kolum og öðru eldsneyti (Hansen
o.fl. 1993). Ekki eru þó allir sannfærðir
um að hér sé á ferðinni loftslags-
breyting sem iðnbyltingin hefur haft í
för með sér og benda þeir á að tölu-
verðar sveiflur eru í meðalhita jarðar
á þessum tíma. Þar er mest áberandi
sú kólnun sem hefur komið fram síðan
1991, einkum á norðurhveli. Þessa
kuldasveiflu, eins og flestar eða allar
slíkar á þessari öld, má beinlínis rekja
til áhrifa meiriháttar eldgosa á hitafar
jarðar, rétt eins og raunin var fyrstu
árin eftir Tambora-gosið 1815. Síðasta
sveiflan sem hófst seinni hluta árs
1991 orsakaðist af miklu sprengigosi
á Filippseyjum en hinn 15. júní 1991
hófst gos í eldfjallinu Pinatubo eftir
400 ára hlé. Gosmökkurinn náði upp í
34 km hæð og kvika sem barst upp á
yfirborð í gosinu var um 7 km3. Miðað
við kvikumagn er Pinatubo-gosið eitt
hið mesta á þessari öld en það verður
þó einkum minnisstætt vegna hins
óvenjumikla magns af brennisteini sem
barst upp í andrúmsloftið, eða um 20
milljón tonn (2 • 1012 g) af SO,, sem
samsvarar 1 til 1,5 hundraðshlutum af
kvikunni allri. Þótt þetta sé lítið í
samanburði við Tambora-gosið 1815
(3 ■ I014 g eða 300 milljón tonn af
brennisteinssýru) olli Pinatubo-gosið
mikilli móðu sem fór umhverfís jörð-
ina á 22 dögum, fyrst við miðbaug en
breiddist hratt út í heiðhvolfí, bæði á
norður- og suðurhveli. Móðan hefur
orsakað kælingu við yfirborð um heim
allan sem samsvarar um 0,6°C (15.
mynd). Pinatubo hefur því slegið á
frest loftslagsbreytingunni af völdum
gróðurhúsaáhrifa um nokkur ár.
HEIMILDIR
Abbot, C.G. & F.E. Fowle 1913. Volca-
noes and climate. Smithsonian Miscel-
laneous Collections, LX, 2176. 3-22.
147