Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 33

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 33
3. mynd. Nefapinn er auk mannsins eini sæfarinn meðal prímata. Þessi sást á sundi nokkrar mílur út af ströndum Kínahafs og þekktist feginn bátsferð til land. (Morgan 1982). seint við sér að menn mega í miklum hita þola hitaslag - ofhitun á heila - áður en kælikerfið tekur við sér. Þegar svitakirtlarnir verða loks virkir flóir svo mikill sviti frá þeim að hætta er bæði á skaðlegu vatnstapi og salttapi. Sviti manna er saltari en sviti annarra dýra. Námumenn, kyndarar og aðrir sem strituðu í miklum hita áttu vanda til krampa. Snemma á þessari öld kom í ljós að saltskorti var um að kenna. Kvillinn hvarf þegar farið var að bæta salti í kost mannanna, t.d. með því að blanda sjó í drykkjarvatnið. Það er einkennilegt að menn finna ekki fyrir saltskorti fyrr en í óefni er komið. Dýr merkurinnar leita að salti þegar þau vantar það og virðast skynja skortinn jafnákaft og við finnum til þorsta. En námumennirnir liðu út af vegna saltskorts án þess að líkaminn varaði þá við. Og börn í þriðja heim- inum deyja unnvörpum eftir að niður- gangur hefur eytt natríumsöltum úr líkömum þeirra. Þau skynja ekki salt- skortinn og bera sig bara eftir vatni. Nú er farið að gefa börnunum salt og sykur og dánartalan hefur fallið veru- lega. Niðurstaða Morgans er ótvíræð: Hér eru ör eftir þróun í umhverfi þar sem aldrei er saltskortur - í sjó. Þegar áar okkar hurfu upp úr sjónum höfðu þeir ásamt feldinum glatað kirtlunuln sem önnur dýr losa svita úr og urðu að gera sér aðra gerð að góðu. Raunar er hægt að hugsa sér að upphaflegt hlutverk svitakirtlanna hafi verið að losa vatnsapann við salt, en þá hlyti svitinn að hafa verið mun saltari en hann er nú. FITA „Akfeitur api líkist grindhoruðum manni,“ hefur Elaine eftir enskum líf- fræðingi. Bæði um magn og dreifingu likamsfitu eru menn gerólíkir mann- öpum og raunar þorra spendýra. Á átt- unda rnánuði þroskunar mannsfósturs dregur úr vexti beina og orkan beinist í þess stað að myndun fitu. Meðal annars vex þá fitulag undir húðinni, sem er annars óvenjulegt meðal land- dýra. Fitan í barni við fæðingu er um 16 hundraðshlutar líkamsþungans, bor- ið saman við 3% í nýfæddum bavíana. Forðafita safnast í sérhæfðar fitu- frumur. Því fleiri sem þær eru þeim mun meiri fitu getur dýrið bætt á sig. Apar hafa ekki fleiri fitufrumur en svo að þeir geta aldrei fitnað verulega. Menn eru hins vegar afar ríkulega bún- ir þessum frumum, einkum undir húð- inni. Margar fitufrumur — og þar með forsendur fyrir verulegri fitusöfnun - einkenna tvenns konar spendýr, annars 155
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.