Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 37

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 37
Jón Eiríksson, Karen Luise Knudsen og Már Vilhjálmsson Áhrif loftslagsbreytinga á lífríki og setlög við norðurströnd Islands á fyrri hluta ísaldar INNGANGUR Veðurfar og loftslag Loftslag og veðurfar ráða miklu um það hversu lífvænlegt er í fjölbreyti- legu umhverfí jarðarkringlunnar. Veð- urfarið mótast aðallega af hitastigi, úrkomu og vindafari. Þessa þætti er auðvelt að mæla frá degi til dags en hversu miklum breytingum taka þeir í tímans rás? Á Islandi skipast veður fljótt í lofti vegna þess að hingað liggur braut lægða sem eru einlægt á ferðalagi austur um Norður-Atlantshaf. Norðan við lægðabrautina er venjulega kalt heimskautaloft en hlýrra loft fyrir sunnan. Veðrabrigði verða þegar ein- stakar lægðir fara hjá. Þau taka oft ekki nema fáeinar klukkustundir og umhleypingar einkenna veðráttuna. Auðsætt er að ef lægðirnar skiptu um farveg og meðalbraut þeirra austur á við flyttist annaðhvort norður eða suður á bóginn mundi veðurfarið taka stakkaskiptum á íslandi. Varanlegar breytingar á lægðabrautinni yfir Norður-Atlantshaf hefðu reyndar svo miklar breytingar í för með sér að þær mundu flokkast sem loftslagsbreyt- ingar. Meðaltalsgildi fyrir hitastig og úrkomu mundu breytast. Loftslag og veðurfar við strendur og eyjar er ákaflega viðkvæmt fyrir breyt- ingum á hafstraumum. Þetta sést meðal annars af þvi að meðalárshitinn í Reykjavík er svipaður meðalsjávarhita við Suðvesturland, sem er um 6°C. I höfunum umhverfís ísland mætast nokkrar mjög ólíkar sjógerðir. Þær berast hingað með hafstraumum og er Norður-Atlantshafsstraumurinn (Golf- straumurinn) líklega sá sem flestir þekkja (1. mynd). Þessi voldugi straumur flytur varma frá Mexíkóflóa norður eftir yfirborði Atlantshafsins uns hann hægir á sér og sekkur vegna kælingar í Noregshafí og Grænlands- hafí. Lengst af þessari öld hefur Irmingerstraumurinn, sem er ein álman úr Norður-Atlantshafsstraumnum, lagt leið sína réttsælis kringum landið og haldið kaldari sjógerðum í burtu. Ekki þarf að fara mörg ár aftur í tímann til að fínna dæmi um breytingar á haf- straumum sem hafa leitt til breytinga á árferði á Islandi. Austur-íslandsstraum- urinn er grein af Austur-Grænlands- straumnum sem er ískaldur og liggur suður með Grænlandi. Á sjötta áratug tuttugustu aldar lagðist þessi straumur að norðan- og austanverðu landinu af Náttúmfræðingurinn 63 (3-4), bls. 159-177, 1993. 1 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.